Raunverulega skuldastaða eða KREPPUKLÁM

Miklar tröllasögur hafa gengið um netið og meðal fólks um GRÍÐARLEGA MIKLAR SKULDIR þjóðarinnar og þann ógnar skuldaklafa sem á okkur hvílir.

Hlustaði með mikilli athygli á Tryggva Þór Herbertsson í Kastljósinu í kvöld. Hann fór vel yfir málið og niðurstaðan er sú að nettó skuldir vegna kreppunnar eru tæpir 466 milljarðar íslenskrar króna miðað við að bandaríkjadollar sé verðlagður á 127 krónur.

Þetta nemur 33% af vergri þjóðarframleiðslu. Tryggvi Þór var spurður útí þær gríðarlegu tölur sem væru í umræðunni. Hann kallar þetta KREPPUKLÁM og segir að það virðist keppikefli að segja sem allra mestar ýkjusögur um ástandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst að svona háttsettir menn verði nú aðeins að passa orðaval sitt. Mér finnst þeir ekki meiga segja hvað sem er. Eins og kreppu "klám" þetta er náttúrulega bara, æi veit ekki, ekki honum sæmandi sem háttsettum manni í þessu þjóðfélagi og fræðimanni yfir höfuð.

Hafðu það sem best Hólmfríður mín og knús inn í nóttina. Sofðu rosalega vel.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 00:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

það er bara svoleiðis Valgeir minn að það verður stundum að tala skýrt og það finnst mér rétt núna. Fyrir okkur sem ekki erum menntuð í svona peningamálum, er afskaplega mikilvægt að verið sé að tala um hlutina á réttan hátt. Fólk eins og þú og ég fer kannski að liggja andvaka af peningaáhyggjum vegna þeirra sem tala óvarlega um þessi mál.

Sofðu vel og líði þér vel

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.2.2009 kl. 05:45

3 identicon

Mér finnst orðið klám vera hárrétt orðaval í þessu tilfelli. Upprunaleg merking orðsins er léleg vinnubrögð eða frágangur. Ýkjusögur sem fréttir er því bara klám.

Tóti (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

238 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband