Endurskoðun stjórnarskrár - tökum öll höndum saman!!

Mikil umræða er nú um stundir um nauðsyn þess að endurskoða Stjórnarskrá og kosningareglur. Þar hafa ýmsir aðilar úttalað sig og í grunninn er þeirra málflutningur samhljóða. Aðferðirnar til að ná þessu fram eru aðeins mismunandi og helgast af því að annarsvegar eru þetta stjórnmálaflokkar sem hafa aðganga að Alþingi og geta lagt þar fram frumvarp til laga.

Svo eru áhugahópar um málið sem vinna í grasrótunni. Lýðveldisbyltingin sendi nú fyrir eða um helgina, spurningalista til starfandi stjórnmálaflokka. Þar hefur verið unnin mikil málefna vinna og rætt um að bjóða fram til Alþingis. Mun það ráðast endanlega af þeim svörum sem fást frá flokkunum.

Hópur sem kallar sig Nýtt lýðveldi vinnur einnig að málinu. Sett var upp heimasíðan www.nyttlydveldi.is sem opnuð var 22. jan. s. l. Þar geta kjósendur skrifað undir áskorun til stjórnvalda að hrinda málinu í framkvæmd. Sá hópur áformar ekki framboð til Alþingis.

Við sem stöndum að undarskriftasöfnuninni skorum á alla sem eru sammála okkur um þetta mál að skrifa undir. Það skal tekið fram að hver og einn getur valið hvort nafn birtist á síðunni. Það koma að sjálfsögðu öll nöfn fram á endanlegum listum sem afhentir verða stjórnvöldum.

Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

237 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband