Nýtt lýðveldi - undirskriftasöfnun

Kynning á vefsíðu www.nyttlydveldi.is með áskorun til undirskrifta, sem opnuð var 22.01.09.

Í þessu bréfi eru talin nokkur atriði sem geta hvert um sig, verið góður útgangspuntur til að skrifa um á netinu eða í blaðagreinum. Sett fram til kynningar og til að auðvelda umfjöllum um málið. Hvað er Stjórnlagaþing?
  • Borgarar koma saman og setja grundvallar reglur fyrir land/ríki – stjórnarskrá.
  • Hefð fyrir slíku frá 18. og 19. öld þegar lýðræði var að þróast.
Hvað er helst að hjá okkur?
  • Stjórnkerfið hefur brugðist
  • Eftirlit slakt
  • Almenning skortir samband við stjórnvöld og möguleika til áhrifa við ákvarðanatöku
  • Ákvæði núgildandi stjórnarskrár um aðskilnað framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds eru ekki virt sem skyldi
  • Löggjafinn er lítils megandi andspænis framkvæmdavaldinu
  • Lítið samráð/samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi
  • Stjórnarskrárbreytingar hafa ávalt fallið i skugga almennra kosninga
  • Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til og alltaf mistekist.
  • Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
Atriði í Stjórnarskrá þarf að skerpa og auka þannig lýðræðið:
  • Fullan aðskilnað milli framkvæmdavalds, löggjafavalds og dómsvalds
  • Skýrari valdsmörk forseta
  • Efla samráð og samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi
  • Rýmka þarf ákvæði um að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.
  • Ákvæði um utanríkismál mjög gamalt og þarf að laga að nútímanum
  • Alþingi skorti áhrif á ákvarðanir ráðherra, samanber stuðning við Íraksstríðið.
  • Ekki er ákvæði um framsal valds til ríkjasambanda (ESB)
  • Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðens getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkum sem þar eiga fulltrúa
 Krafan er núna um beint lýðræði
  • Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar
  • Stjórnarskráin er 135 ára að stofni til um þessar mundir
  • Í 105 ár, frá Heimastjórn 1904, hefur stjórnskipulag lítið breyst með nánum tengslum þings og ráðherra/ríkisstjórnar.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

237 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband