15.2.2009 | 12:26
Nýtt lýðveldi - undirskriftasöfnun
Kynning á vefsíðu www.nyttlydveldi.is með áskorun til undirskrifta, sem opnuð var 22.01.09.
Í þessu bréfi eru talin nokkur atriði sem geta hvert um sig, verið góður útgangspuntur til að skrifa um á netinu eða í blaðagreinum. Sett fram til kynningar og til að auðvelda umfjöllum um málið. Hvað er Stjórnlagaþing?
- Borgarar koma saman og setja grundvallar reglur fyrir land/ríki stjórnarskrá.
- Hefð fyrir slíku frá 18. og 19. öld þegar lýðræði var að þróast.
- Stjórnkerfið hefur brugðist
- Eftirlit slakt
- Almenning skortir samband við stjórnvöld og möguleika til áhrifa við ákvarðanatöku
- Ákvæði núgildandi stjórnarskrár um aðskilnað framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds eru ekki virt sem skyldi
- Löggjafinn er lítils megandi andspænis framkvæmdavaldinu
- Lítið samráð/samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi
- Stjórnarskrárbreytingar hafa ávalt fallið i skugga almennra kosninga
- Heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar hefur oft staðið til og alltaf mistekist.
- Vantraust er á stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum.
- Fullan aðskilnað milli framkvæmdavalds, löggjafavalds og dómsvalds
- Skýrari valdsmörk forseta
- Efla samráð og samvinnu milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi
- Rýmka þarf ákvæði um að skjóta málum til þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Ákvæði um utanríkismál mjög gamalt og þarf að laga að nútímanum
- Alþingi skorti áhrif á ákvarðanir ráðherra, samanber stuðning við Íraksstríðið.
- Ekki er ákvæði um framsal valds til ríkjasambanda (ESB)
- Frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum hefur hingað til aðens getað komið frá Alþingi og stjórnmálaflokkum sem þar eiga fulltrúa
- Óskir eru uppi um róttæka heildarendurskoðun stjórnskipunarinnar
- Stjórnarskráin er 135 ára að stofni til um þessar mundir
- Í 105 ár, frá Heimastjórn 1904, hefur stjórnskipulag lítið breyst með nánum tengslum þings og ráðherra/ríkisstjórnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Um bloggið
237 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.