13.2.2009 | 13:43
Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Við íslendingar viljum aukið lýðræði eða öllu heldur við viljum skapa virkt og gegnsætt lýðræðisríki á Íslandi. Nú er tækifærið og við skulum endilega nýta það. Mikil umræða er um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Fram er komið frumvarp um málið. Þá koma efasemdaraddir, þetta er of dýrt. Það kerfi sem nú er, hefur kostað okkur ómælt fjármagn, landið er í skuldafeni. Er of dýrt að gera úrbætur. Þetta er álíka og að tíma ekki að setja gips á brotinn fót, en nota bara kústskaft og snæri.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá og kosningareglun fyrir Ísland. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég meina Hólmfríður það verða kosningar 25.apríl. Allsherjar kosningar í landinu. Þá getur íslenska þjóðin kosið þá einstaklinga sem það vill sjá á þing.
Hafðu það annars sem best.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.