12.2.2009 | 22:12
Hvað er Stjórnlagaþing ??
"Borgarar koma saman og setja Stjórnlög/skrá, grundvallar reglur fyrir land/ríki og hefð er fyrir slíku frá 18. og 19. öld þegar lýðræði var að þróast". Þannig svarði Björg Thorarensen prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands spurningu fréttamanns hér að ofan í Kastljósi 5 febr. s.l. Björg vinnur nú að skoðun á því mögulegum breytingum á Stjórnarskrá á vegum ríkisstjórnarinnar.
Samkvæmt þeim frumvörpum til laga um stjórnlagaþing sem fram hafa komið, er ákvæði um að hvorki þingmenn og ráðherrar geta tekið sæti á þar. Þetta er talið nauðsynlegt til að stjórnmálaflokkar taki ekki Stjórnlagaþing yfir og þar verði fyrst og fremst hugað að hagsmunum flokka en ekki fólksins í landinu.
Efnum til Stjórnlagaþings til að gera heildarendurskoðun á stjórnarskrá Íslands. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.