11.2.2009 | 23:56
Endurskoðum Stjórnarskrá Íslands !!
Mikil umræða um aukið lýðræði hefur farið fram í samfélaginu undanfarnar vikur og það er vel. Við viljum að Stjórnaskráin okkar verði endurskoðuð. Hún er barn síns tíma og margt hefur breyst.
Þegar Ísland gerðist stuðningsaðili innrásarinnar í Írak, var sú ákvörðun tekin af tveim ráðherrum án aðkomu Utanríkismálanefndar og Alþingis. Það var deilt í vetur um yfirlýsingar stjórnvalda vegna átakanna á Gaza. Hvers vegna geta ráðherrar einir tekið svona ákvarðanir ???
Það vantar ákvæði í stjórnarskrána sem tryggir Alþingi aðkomu að slíkum ákvörðunum. Fylgjum eftir kröfunni um skipan Stjórnlagaþings og endurskoðun Stjórnarskrár Íslands. Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.2.2009 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.