Kristinn Pétursson á Bakkafirði hefur gagnrýnt stjórnun fiskveiða og kvótaúthlutanir um árabil. Hann þekkir sjávarútveg og fiskvinnslu af eigin raun og hefur ritað fjöldann allan af greinum um þessi mál. Þar er fjallað um margra hliðar þessa málaflokks á málefnalegan og rökvissan hátt.
Ég "óttast" að Kristinn Pétursson viti MJÖG VEL hvað hann er að tala um. Hann hefur um árabil fylgst grannt með í sjávarútvegi og þekkir hann út og inn. Hann er bara að benda á hluti sem hafa fengið og fá enn mjög litla athygli hjá þeim hluta þjóðarinnar sem er að vinna við allt aðrar greinar. Sá hluti hefur því miður litið á gagnrýni á fiskveiðistjórnun og gjafakvótann, sem LANDSBYGGÐAVÆL sem allir væru orðnir dauðleiðir á.
Ég skora hér með á áhugamenn um efnahagslega hagsmuni þjóðarinnar að taka málefni sjávarútvegsins, fiskveiðistjórnunar, kvótaeigendur og kvótabrask - til rækilegrar skoðunar. Þar mun Kristinn Pétursson geta veitt margvíslegar athyglisverðar upplýsingar, ásamt mörgum öðrum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála honum Hólmfríður mín. Það er margt mjög óréttlátt við kvótakerfið. Það er í sífellu verið að færa kvótann frá smærri byggðum til nokkurra útvalinna auðmanna og kvóta kónga. Það er ekki réttlátt. Á meðan blæðir byggðunum. Það er nú bara þannig sem það er.
Vona að þú hafir það gott elsku Hólmfríður mín og gangi þér rosa vel áfram.
Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.