Alþingi götunar - skoðið sjávarútveginn/kvótann - þar er margt athyglisvert

Kristinn Pétursson á Bakkafirði hefur gagnrýnt stjórnun fiskveiða og kvótaúthlutanir um árabil. Hann þekkir sjávarútveg og fiskvinnslu af eigin raun og hefur ritað fjöldann allan af greinum um þessi mál. Þar er fjallað um margra hliðar þessa málaflokks á málefnalegan og rökvissan hátt.

Ég "óttast" að Kristinn Pétursson viti MJÖG VEL hvað hann er að tala um. Hann hefur um árabil fylgst grannt með í sjávarútvegi og þekkir hann út og inn. Hann er bara að benda á hluti sem hafa fengið og fá enn mjög  litla athygli hjá þeim hluta þjóðarinnar sem er að vinna við allt aðrar greinar. Sá hluti hefur því miður litið á gagnrýni á fiskveiðistjórnun og gjafakvótann, sem LANDSBYGGÐAVÆL sem allir væru orðnir dauðleiðir á.

Ég skora hér með á áhugamenn um efnahagslega hagsmuni þjóðarinnar að taka málefni sjávarútvegsins, fiskveiðistjórnunar, kvótaeigendur og kvótabrask - til rækilegrar skoðunar. Þar mun Kristinn Pétursson geta veitt margvíslegar athyglisverðar upplýsingar, ásamt mörgum öðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála honum Hólmfríður mín. Það er margt mjög óréttlátt við kvótakerfið. Það er í sífellu verið að færa kvótann frá smærri byggðum til nokkurra útvalinna auðmanna og kvóta kónga. Það er ekki réttlátt. Á meðan blæðir byggðunum. Það er nú bara þannig sem það er.

Vona að þú hafir það gott elsku Hólmfríður mín og gangi þér rosa vel áfram.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband