Bálreiðir Sjálfstæðismenn

Mér finnst Þorgerður Katrín vera magnaður stjórnmálamaður og skiptir þar engu hvað flokki hún tilheyrir. Hún missti sig bara svo rækilega í dag og var greinilega fjúkandi reið, fannst flokknum sínum misboðið. 

Sjálfstæðismenn eru ævareiðir og lái þeim hver sem vill. Þeir voru í ríkisstjórn með traustum meirihluta og gátu haft frumkvæði í að bregðast við vandanum. En, þeir nýttu ekki þetta tækifæri og nú eru þeir í stjórnarandstöðu, þeir sem eiga svooo mikil ítök í öllu kerfinu, hvað klikkaði æ æ.

Samfylkingin missti þolinmæðina og "sprakk í tætlur" - hafði skoðanir og vildi aðgerðir, var óþæg. Hvaða sjálfstæðismaður með  pott þétt ítök út um allt getur þolað svona lagað. Samúð mín er ekki föl til þeirra við þessar aðstæður. Þeir eiga þetta skilið og hana nú. 

Ég óska Geir Haarde góðs bata.

Munið www.nyttlydveldi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband