4.2.2009 | 20:36
Bálreiðir Sjálfstæðismenn
Mér finnst Þorgerður Katrín vera magnaður stjórnmálamaður og skiptir þar engu hvað flokki hún tilheyrir. Hún missti sig bara svo rækilega í dag og var greinilega fjúkandi reið, fannst flokknum sínum misboðið.
Sjálfstæðismenn eru ævareiðir og lái þeim hver sem vill. Þeir voru í ríkisstjórn með traustum meirihluta og gátu haft frumkvæði í að bregðast við vandanum. En, þeir nýttu ekki þetta tækifæri og nú eru þeir í stjórnarandstöðu, þeir sem eiga svooo mikil ítök í öllu kerfinu, hvað klikkaði æ æ.
Samfylkingin missti þolinmæðina og "sprakk í tætlur" - hafði skoðanir og vildi aðgerðir, var óþæg. Hvaða sjálfstæðismaður með pott þétt ítök út um allt getur þolað svona lagað. Samúð mín er ekki föl til þeirra við þessar aðstæður. Þeir eiga þetta skilið og hana nú.
Ég óska Geir Haarde góðs bata.
Munið www.nyttlydveldi.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.