Kafli úr grein Hannesar Hólmsteins.
Ég skrifaði grein í Wall Street Journal í dag um stjórnarskiptin á Íslandi. Þar benti ég á, að hin nýja stjórn er minnihlutastjórn, sem komst til valda í skjóli ofbeldis, eftir götuóeirðir. Þrátt fyrir svo hæpið umboð ætlar hún að ráðast á sjálfstæði Seðlabankans og reka Davíð Oddsson, sem ekkert hefur til saka unnið annað en vara nánast einn Íslendinga við hinum öra vexti bankana fyrir hrunið, jafnt opinberlega og í einkasamtölum. Fjármálaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum 1998, svo að Davíð varð að láta sér nægja viðvaranir, ekki athafnir.
Þarna kemur fram afar þröngt sjónarhorn manns sem við vitum að er mjög langt til hægri og það að auki góður vinur og mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar.
Það gerir ekki svo mikið til þó H.H. skrifi svona í blöð hér heima þar sem fólk þekkir hann. Það er hinsvegar graf alvarlegt að hann skuli leyfa sér að fara með svo grófar ásakanir og ósannar fullyrðingar í erlenda fjölmiðla. Þar þekkja ekki lesendur Hannes Hólmstein og geta þess vegna trúað þessu. Líklegt má telja að einhver góður penni með staðgóða þekkingu á málum hér, skrifi í blaðið og skýri málið.
Aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir eru margþættar og þetta er skipulagsbreyting sem núverandi stjórnarflokkar telja óhjákvæmilega og hefur ekkert með stjórnarmenn SI persónulega.
Þetta er álíka og þegar aldurhniginn sveitungi keyrir hér um svæðið eins og hann sé nær einn í heiminum. Nágrannarnir þekkja hann, en ókunnir ökumenn vit ekki um hættuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af Hannesi Hólmsteini - það er alveg óþarfa viðkvæmni - hann veit alveg hvað hann syngur.
Benedikta E, 4.2.2009 kl. 01:31
Já, eins og þæegar hann talaði um að kvótakerfið hefði leyst peninga úr læðingi. Og sala ríkisfyrirtækja líka. Íslenska efnahagsundrið. Þetta sagði prófessorinn fyrir rúmu ári síðan.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.2.2009 kl. 08:39
Þetta sýnir vel að honum er skítsama um land og þjóð. Ef Sjálfstæðisflokkurinn og íhaldið heldur ekki um stjórnartaumana við að laga ástandið, þá finnst honum landið eiga að fara á hausinn.
Skítt með fólkið - Hannes og hans lið sflokkinn og heimsspekina... heimsheimskuna, afsakið... fyrst! Það fælir hann ekkert frá því að tala illa um þessa ríkisstjórn að hann geti með þessu móti skemmt ímynd landsins enn frekar erlendis.
Hvaða aðgang hefur hann btw að WSJ? Hann virðist fá þar inni með hvaða rugl sem er - Blaðið tékkar greinilega ekki á hvað er hæft í fréttunum. HHG mun róa að því þar til hann drepst (...ó Guð, góði Guð...) að róta yfir það að fólkið í landinu bylti stjórninni.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.2.2009 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.