3.2.2009 | 00:15
RUV - sjónvarp, brást áhorfendum á sunnudaginn
Ríkissjónvarpið hefur örugglega gengið fram af mjög mörgum með því að rjúfa útsendingu fundar þegar ný ríkistjórn var að kynna stefnumálin og ráðherralistann. Menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hefur margoft lagt áherslur á skyldur ríkisútvarpsins til að koma mikilvægum skilaboðum til þjóðarinnar. Þetta er auðvitað alveg rétt og RUV hefur þessar skyldur og þiggur til þess fé af fjárlögum.
Á sunnudaginn brást það þessum skyldum sínum gjörsamlega, því hvað er mikilvægara fyrir þjóðina en að heyra boðskap nýrrar ríkisstjórnar. Mér finnst ekki skipta máli hvorum væng stjórnmálanna ráðherra tilheyra.
Það skiptir ekki máli hvort þjóðin er á barmi gjaldþrots, stjórnarmyndunin er talinn heimsviðburður vegna jafnréttis, fyrsti kvenforsætisráðherra að taka við völdum eða að Heimastjórnin íslenska væri 105 ára.
Þó ekkert af þessum merkisatburðum hefðu ekki verið til staðar, hefði samt átt að senda fundinn allan út beint og láta íþróttaleikinn bíða. Það er í mínum huga kristaltært.
Minni á www.nyttlydveldi.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála enda gekk svo fram af mér að ég sendi Páli Magnússyni og fréttadeild Rúv um málið og bloggaði svo um málið - og er ég þó ekki mikill bloggari.
Sigurður Arnar Ólafsson
Sigurður Arnar Ólafsson, 3.2.2009 kl. 00:23
Manni getur nú blöskrað, takk fyrir gott inlegg.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 00:44
Mikið er ég sammála þessu, það er eins og boltinn gangi fyrir öllu í sjónvarpinu og þá meina ég ÖLLU. Gott hjá þér Sigurður að kvarta yfir þessu við Pál Magnússon. Það var ekki þetta væri svo mikilvægur leikur og Ísland ekki einu sinni að keppa.
Hafðu það gott í kvöld.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.