Alla hugmyndir vel þegnar.

Það er með ólíkindum hvað fólk er upplekið ef því að gera aðra að andstæðingum sínum, eða að þeim sem haldið er með fram í rauðann dauðann.

Tillögur Dorrit forsetafrúar eru allrar skoðunar verðar. Hún er hugmyndarík og djörf og við verðum að nýta allar góðar hugmyndir. Fortíðin er liðin og henni verður ekki breytt, mér finnst kjánalegt að velta sér svo upp úr atvikum í fortíðinni að það trufli nútíðina. Hvað gerði þessi og hvað gerði hinn og hvað með það.

Ég er ekki hissa á að erlendir ferðamenn skuli vilja skoða hvernig við beislum orkuna okkar. Náttúrufegurð í nálægð þessara mannvirkja er líka mikil og þar eru örugglega miklar andstæður fyrir augu þeirra sem ekki hafa séð áður. Það fer líka allt eftir því hvernig leiðsögn er veitt á þessum svæðum.

Við búum í einstöku landi, með einstakri náttúrufegurð, með einstaka orkugjafa, sem við höfum virkjað með einstöku hugviti.

Minni á www.nyttlydveldi.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Eitt af því sem Dorrit hefði getað stungið upp á væri að leyfa ferðamönnum að skjóta sel, ásamt því að skoða hann og fylkjast með honum.Og líka að skjóta ref.Strandirnar og Húnaflóinn eru ónotuð auðlind hvað þetta snertir í sambandi við ferðamenn.Líka á hiklaust að gera út á hugsanlega ísbirni sem kynnu að sjást á þessum slóðum.Veit að þú hlýtur að vera sammála.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 2.2.2009 kl. 20:26

2 identicon

Mér líst mjög vel á þessar tillögur hjá henni Dorit það er örugglega betra að sjá hvað myndi heilla útlendinga mest þegar maður sér hlutina frá öðru sjónarhorni heldur en við sjálf. Frábært að hún skuli hugsa til okkar með hvað kæmi sér vel fyrir okkur hún gæti svo sem látið sér á sama standa en sýnir viljann í verki.

Knús og kærleikskveðja.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég geri út á selaskoðun af sjó og tel að það sé vaxandi markaður fyrir slíkt.

Ég geld varhug við því að skjóta sel vegna þess að þá mundu sellátur spillast og dýrin hrekjast á brott. Refaveiðar ætla ég að láta liggja milli hluta, en ísbjaranveiðar tel ég fráleitar. Þau dýr koma sjáldan og eru ekki úr okkar dýraflóru. Sigurgeir, ég held að þú þekkir mínar skoðanir ekki út í hörgul og frábið mér slíkar yfirlýsingar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband