Erfðaprinsinn kominn "heim"

Þar kom að því að erfðaprinsinn í Framsókn færi að kalla eftir hlut sínum. Guðmundur Steingrímsson er örugglega vænsti maður, enda var hann í Samfylkingunni þar til fyrir nokkrum vikum. Hann tók svo hatt sinn og staf einn daginn og hélt úr í "heim" eða öllu heldur hann snéri aftur "heim"

Nú er hann kominn í faðm Framsóknarmanna og vill fá sætið sem pabbi og afi "áttu" hér áður. Þarna rísa flokkshefðir í hæðir eða falla í lægðir. Mér finnst þessi endurkoma GS í gamla flokkinn hans pabba og hans afa, vera að enduróma afar gamla hugsum. Hugsun sem inniheldur eign einhvers á valdi og erfðaréttinn í sinni þrengstu mynd.

Ég ætti sennilega að dusta rykið af þeirri staðreynd að afi minn, Tryggvi Bjarnason í Kothvammi í V Hún, sat 2 sumur á Alþingi fyrir Bændaflokkinn 1913 og 1914. Ég hlýt þá að enga rétt á eins og einum vetri á þingi. Það er bara verst að ég veit ekki í hvaða flokki þessi erfðaréttur liggur. Verð sennilega að fá mér lögfræðing í málið.

Enn og aftur, ég er ekki að gagnrýna GS persónulega nema síður sé, heldur þessa gömlu hugsun.

Minni á www.nyttlydveldi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Fríða

Bændaflokkurinn rann að mestu inní framsóknarflokkinn, einnig var Tryggvi mikill kaupfélagsmaður eins og þú líklega veist og vildi hag sýslu sinnar sem mestann.

kv

Steini

steini (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:50

2 identicon

Ja nú er það laglegt Hólmfríður, þú verður að ganga í framsóknarflokkinn, gætir t.d. boðið þig fram í fyrsta sæti á móti Guðmundi Steingríms. Það væri nú ekki dónalegt að kjósa framsóknarflokkinn með þig í broddi fylkingar.

Hafðu það gott ljúfust.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband