28.1.2009 | 11:51
Erfðaprinsinn kominn "heim"
Þar kom að því að erfðaprinsinn í Framsókn færi að kalla eftir hlut sínum. Guðmundur Steingrímsson er örugglega vænsti maður, enda var hann í Samfylkingunni þar til fyrir nokkrum vikum. Hann tók svo hatt sinn og staf einn daginn og hélt úr í "heim" eða öllu heldur hann snéri aftur "heim"
Nú er hann kominn í faðm Framsóknarmanna og vill fá sætið sem pabbi og afi "áttu" hér áður. Þarna rísa flokkshefðir í hæðir eða falla í lægðir. Mér finnst þessi endurkoma GS í gamla flokkinn hans pabba og hans afa, vera að enduróma afar gamla hugsum. Hugsun sem inniheldur eign einhvers á valdi og erfðaréttinn í sinni þrengstu mynd.
Ég ætti sennilega að dusta rykið af þeirri staðreynd að afi minn, Tryggvi Bjarnason í Kothvammi í V Hún, sat 2 sumur á Alþingi fyrir Bændaflokkinn 1913 og 1914. Ég hlýt þá að enga rétt á eins og einum vetri á þingi. Það er bara verst að ég veit ekki í hvaða flokki þessi erfðaréttur liggur. Verð sennilega að fá mér lögfræðing í málið.
Enn og aftur, ég er ekki að gagnrýna GS persónulega nema síður sé, heldur þessa gömlu hugsun.
Minni á www.nyttlydveldi.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Fríða
Bændaflokkurinn rann að mestu inní framsóknarflokkinn, einnig var Tryggvi mikill kaupfélagsmaður eins og þú líklega veist og vildi hag sýslu sinnar sem mestann.
kv
Steini
steini (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:50
Ja nú er það laglegt Hólmfríður, þú verður að ganga í framsóknarflokkinn, gætir t.d. boðið þig fram í fyrsta sæti á móti Guðmundi Steingríms. Það væri nú ekki dónalegt að kjósa framsóknarflokkinn með þig í broddi fylkingar.
Hafðu það gott ljúfust.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.