Sá hópur fólks sem stendur á bak við kröfuna um Nýtt lýðveldi á Íslandi, er ekki byggður upp sem stjórnmálaafl, með það að markmiði að bjóða fram til Alþingis.
Hópurinn myndaðist mjög hratt, eftir að hafa hlýtt á Njörð P Njarðvík í Silfri Egils 11. janúar s. l. og/eða lesið grein hans í Fréttablaðinu skömmu áður. Þetta voru hugmyndir sem við vildum sjá verða að veruleika, við höfðum verið að íhuga og okkur þótt sem þarna væri komin góð og fær leið til að byggja nýjan grunn undir samfélagið hér á Íslandi.
Það kemur svo í hlut Ólínu Þorvarðardóttir að fara lengra með hugmynd hópsins og vefurinn www.nyttlydveldi.is opnaði nú fyrir helgina, Þar geta allir ritað nafn sitt og kennitölu undir Áskorun sem er á vefnum. Þar er líka að finna greinina eftir Njörð P Njarðvík sem varð tilefni til þess að kom í Silfrið til Egils Helgasonar. Þökk sé þeim báðum fyrir.
Það eru mjög margir fleiri í samfélaginu sem aðhyllast þessa hugmynd, sem betur fer. Starfandi stjórnmálaflokkar og hópar fólks sem hyggja á framboð til Alþingis.
En hópurinn sem stendur að undirskriftasöfnunin var strax í upphafi sammála um að fara ekki framboðsleiðina og það viðhorf hefur ekki breyst.
Nú að kveldi 25 janúar kl 24.00 hafa 4.913 ritað nöfn sín undir Áskorunina á 3 sólarhringum.
Þetta er frábær byrjun, höldum öll ótrauð áfram að leggja grunninn að nýju lýðveldi fyrir Ísland.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:11 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús knús í hús og ljúfar góðar kveðjur......
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.