Hugleiðing um mótmæli og kosningar

Ég kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum og er í flokknum. Er samfærð um að innganga í ESB sé okkar besta framtíðsýn.

Ég hef fram að þessu ekki verið fylgjandi þeirri kröfu að ríkisstjórnin ætti að víkja. Ekki af því að mér finnst hún hafa staðið sig svo óskaplega vel og ekki vegna þess að hún hafi staðið sig svo óskaplega illa.

Heldur vegna þess að ég hef ekki séð neinn skárri kost í stöðunni. Kosningar í beinu framhaldi af hruninu í haust fannst mér fáránleg krafa vegna þess að það vissi í raun enginn neitt og kaosið var ógnvekjandi.

Nú þegar linur eru farnar að skýrast aðeins í mínum kolli og annarra, er ég komin á þá skoðun að utanþingsstjórn eigi að taka við völdum hið fyrsta og boðað verði til stjórnlagaþings þar sem nýjar grunnreglur samfélagsins verði samdar.

Ég hef ekki tekið þátt í mótmælum og hef verið nokkuð vandfýsin á það hvernig þau hafa verið sett fram. Til að byrja með fannst mér skiljanlegt að fólkið sem er svona reitt, kæmi saman og léti reiðina í ljós.

Eftir því sem útifundunum fjölgaði hélt ég að málflutningur mundi þróast úr reiðihrópum í átt til úrlausna. Svo þegar litla telpan kom og flutt reiðilestur með málfari fullorðins, var mér allri lokið.

Pottalætin og jólatrésbrennan í gær og nótt er vissulega nýtt stig mótmælanna og ég er að verða hrædd um mannslíf.

Um fundina innan húss get ég ekki dæmt nema að hluta. Mér fannst þessi Sigurbjörg í raun hafa lokið máli sínu þegar hún var búin að segja frá þessar aðvörun sem hún fékk frá ónefndum aðila.

Það sem ég sá af þeim fundi fannst mér líkast meira framboðsfundi en málefnaumræðu, þó með undantekningum að sjálfsögðu. Ræðumenn virtust uppveðrast full mikið af því klappi sem þeir uppskáru.

Það er afar mikil meðvirkni í þessu öllu, á fundunum, blogginu, í blöðunum og í stjórnmálunum.

Ég bind vonir við að fólkið í landinu sem vissulega vill gera eitthvað í málunum, geti fundið sér farvegi í þeim samtökum/félögum/hópum sem eru að myndast utan um einstaka málaflokka.

Mér finnst það jákvæð þróun og vona að hún skili árangri.

Við þurfum nýtt stjórnskipulag og það tekur tíma að finna þar bestu leiðirnar. Og það eru svo gríðarlega mörg verk sem bíða og í þau þarf að ganga af röggsemi og krafti.

Þar geta hin ýmsu samtök úr grasrótinni lagt lið svo lausnir finnist fyrr og fleiri sjónarmið séu skoðuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Góð hugleiðing. Það er ætíð ógnvekjandi þegar ofbeldi og múgsefjun fara saman. Fólk hættir að fúnkera sem einstaklingar og verður eins og skepnur saman í hóp.

Gunnlaugur B Ólafsson, 22.1.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband