20.1.2009 | 18:12
Obama orðinn Forseti Bandaríkjanna
Horfði á Obama taka við valdamesta embætti í veröldunni. Það var magnað fyrir margra hluta sakir. Hann er af blönduðum kynstofni, á ættir að rekja í nokkur lönd. Hann er sterk persóna sem gefur frá sér látleysi og einfaldleika, en um leið gríðarlegan heiðarleika og traust. Hann er afburða snjall ræðumaður, á gott með að orða hlutina svo skiljist vel og segir mikið í nokkuð stuttu og einföldu máli. Hann virkar sem fulltrúi margra heimshluta, en er um leið leiðtogi í sínu heimalandi. Hann leiðir saman ólíka stjórnmála- og embættismenn til að takast á við vanda sem er margþættur og mikill. Hann er leiðtogi án þess að drottna sem fer ekki oft saman. Ég fagna þessum degi og valdatöku Baracks Obama af heilum hug.
Obama: Við erum reiðubúin að leiða á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
... og ekki gleyma því að Obama er Framsóknarmaður!
Framsóknarstemming í Bandaríkjunum!
Hallur Magnússon, 20.1.2009 kl. 18:25
HA HA Ekki teysti ég mér til að staðsetja hann í okkar flokkakerfi, en hann er jafnaðarmaður á Bandarískan mælikvarða. Vona að hann geti líka kallast jafnaðarmaður hér hjá okkur.
Og nú er bara að sjá hvað hinn nýi Framsóknarflokkur raðar sér í hið pólitíska litróf. Til hamingju með nýjasta formanninn. Yngri sonur okkar leigir hjá 5 mínútna formanninum, Höskuldi Þórhallssyni og líkar vel.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.1.2009 kl. 18:31
Til hamingju með strákinn (Obama) Hólmfríður mín, ekki veitir okkur af að fá einn góðan stjórnanda þarna megin. Vonandi leiðir hann margar þjóðir inn í friðsamari tíma.
Hafðu það gott elskuleg.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 19:19
Ég held að Bush hafi verið púra framsóknarmaður. Hann átti þetta týpíska sveitafylgi í suðuríkjunum skuldlaust.
Bændur sem vilja byssueign og vilja gamla tímann. Það eru menn Bush, ekki satt.
Annars veit ég ekkert um það. Auðvitað ætti Hallur að samsama sig Bush, enda Dóri fylgjandi Íraksstríðinu sem Bush leiddi, eða hvað?
Jón Halldór Guðmundsson, 20.1.2009 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.