18.1.2009 | 05:10
Rannsóknir í læknavísindum eða vopnatilraunir á Gasa
Ég var við útför frænda míns á föstudaginn. Hann dó úr Alsheimer rétt rúmlega sjötugur. Í gærmorgun þegar ég var að lesa hér á netinu um þessi hryllilegu dráp á Gasa, varð ég allt í einu svo reið. Ég sá fyrir mér hvílíkt tilgangsleysi og heimska er fólgin í endalausri vopnaframleiðslu og skynjaði um leið mannvonskuna sem fólgin er í þeim vopnatilraunum sem farið hafa fram fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef einhverju af öllum þeim fjármunum sem ausið hefur verið á undanförnum áratugum í vopnaframleiðslu og stríðsrekstur, hefði verið varið í auknar rannsóknir á sjúkdómum eins og Alsheimer, væri hann frændi minn og fjölmargir aðrir, ef til vill lifandi og við góða heilsu. Hvílík heimska og hvílikt óréttlæti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.