Hvernig líður fólkinu á landsbyggðinni ?

Lára Hanna spyr eftir fundinn í Háskólabíó.  Hvernig líður fólkinu á landsbyggðinni ?

Það er nú það, við erum ekki oft spurð og erum ekki vön að vera í sviðsljósinu. Undanfarna áratugi meðan eignatilfærslan hefur farið fram í samfélaginu, höfum við horft á eftir þúsundum starfa og verði án hagvaxtar að miklu leiti og mismunandi eftir svæðum.

Þessu má líkja við vatnasvæði og við skulum segja að til að byrja með hafi verið vatnsskortur á Reykjavíkursvæðinu. Því varð auðvitað að breyta og farið var að ræsa fram á mörgum stöðum í einu.

Verkþekkinguna vantaði eða ekki var um hana hirt því streymið varð að lokum stjórnlaust og hjá ykkur varð svo mikið vatn að þið höfðuð í raun ekkert við það allt að gera. Því voru búnir til pollar eða lón út um allt og unga fólkið fékk þá til að leika sér með. Það gleymdist að segja því frá tappanum sem var í botninum. 

Leikurinn var villtari með hverju árinu, á síðasta ári fór að leka og tappinn fór úr í haust. Það er enn þá vatn hjá okkur, að vísu lítið en við erum svo vön að við hefðum ekki öll fattað þetta með tappann, ef þið væruð ekki svona dugleg að kvarta þarna "fyrir sunnan". Við erum búin að kvarta í mörg ár með lítilli hlustun, en þegar þið kvartið þá hlusta allir. Þið hafið líka alla fjölmiðlana hjá ykkur og þeir koma strax ef eitthvað gerist.

Hjá okkur þarf mannskaða, óveður með stórtjóni, aflabrest eða skóflustungu með ráðherra og þá er mest talað við ráðherrann. Þá koma fjölmiðlarnir til okkar. Ræðan gæti orðið svo miklu lengri, en læt þetta duga í bili.

Ég er ekki reið eða sár, heldur glöð yfir því að þið eruð vöknuð því á ykkur er hlustað og við munum njóta góðs af því. Nú verður veitukerfið endurskoðað og þá eiga allir að fá það sem þeim ber. Þá er tilganginum náð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Hólmfríður.

Þetta blogg þitt vekur mig til umhugsunar. Er það rétt sem þú segir og bendir á að að vatnveita sem þú býrð við sé á skornum skammti og þú og þín fjölskylda nýtur þess ekki.

Þetta er fróðlegur pistill og vert að skoða nánar. Til þess verður þú að gefa mér betri upplýsingar ekki stendur á mér að koma þessu á framfæri.

Þakka þér sérstaklega að koma þessu á framfæri.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 15.1.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert greinilega að misskilja eitthvað. Þetta er bara líkingamál sem ég er að beyta þarna og þá er ég að tala um fjárstreymið í landinu og nota vatn sé líkingu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2009 kl. 22:31

3 identicon

Ja hérna Hólmfríður margt er nú hægt að misskilja, en ég vissi nú samt hvað þú varst að fara. Ég held að það sé bara af hinu góða að landsbyggðin hafi ekki farið alveg jafn hratt í þensluna þannig að skellurinn verður minni þar. Ég heyrði af einum á höfuðborgarsvæðinu sem var að byggja sér hús og það ekki af verri endanum því eldhúsinnréttingin kostað litlar 12 milljónir. Á meðan dóttir mín og tengdasonur byggðu sér hús á landsbyggðinni fyrir þessa upphæð og það nánast fullklárað. Tek það fram að þessi með 12 milljón króna eldhúsið er iðnaðarmaður, ekki bankamaður.

Hafðu góðan dag.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Hólmfríður

Skemmtileg samlíking hjá þér. Það er vonandi rétt hjá þér að atvinnulífið á landsbyggðinni stendur betur en hér í bænum því þeir góðærisvindar sem hér blésu og villtu mönnum sýn voru aldrei eins sterkir úti á landi. Afleiðingin væntanlega sú að ekki voru eins margar rangar ákvarðanir teknar þar og hér.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband