Bjarni Ármansson í Kastljósinu.

Horfði á gott viðtal við Bjarna Ármannsson í Kastljósinu. Hann talaði þar af mikill hreinskilni um sinn þátt í ofvexti peningakerfisins og þá þætti sem honum finnst að unnir hafi verið af óvarkárni. Hann upplýsti líka að hann hefði endurgreitt Glitni 370 milljónir sem hefi verið sú upphæð sem hann fékk í sinn hlut við starfslok hjá Glitni. Hann var þarna að gera það sem svo margir hafa krafist, að viðurkenna mistök, viðurkenna ábyrgð og greiða til baka. Eflaust finnst einherjum að ekki sé nóg að gert, en ég tel að hann hafi með grein sinni, Kastljósviðtalinu og endurgreiðslunni, verið að opna á leið fyrir fleiri til að gera hreint fyrir sínum dyrum með einhverjum hætti. Ég tel að Bjarni hafi reyndar verið nokkuð varkár miðað við ýmsa aðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann situr enn á nokkrum milljörðum sem börnin okkar eiga að greiða fyrir hann. Er það ekki nokkuð harkalegt gagnvart þeim sem eiga að greiða skuldir hans. Hann vildi líka komast yfir auðlindirnar sem börnin okkar eiga að erfa. Reyndi það en mistókst.

Ef hann vill fá fyrirgefningu synda sinna þarf hann að skila öllu því fjármagni sem hann hefur tekið og deila fátæktinni með þeim sem hann hefur gert fátæka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.1.2009 kl. 23:06

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú gleymir því kannski að hann vann fyrir launum og keypti hlutabréf sem ég og þú hefðum vafalaust gert líka ef við hefðum verið í forstjórstól Glitnis. Það er ekki það sama og að "taka" sem ég skil í merkingunni "stela", þú fyrirgefur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 03:11

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann borgaði sjálfum sér þessi laun. Misnotaði aðstöðu sína.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.1.2009 kl. 03:44

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta launakerfi sem Bjarni talaði um var örugglega samþykkt af stjórn bankans og þar með var það ekki "eins manns ákvörðun" hans hver talan var. Það var bara í Seðlabankanum sem "eins manns ákvarðanir" voru við líði. Hvar er nú gagnrýnin á þá stjórnarhætti. Það aðhald sem Bjarni og fleiri kölluðu eftir  (og ekki var framkvæmt), var mótað í Seðalbankanum og af DO meðan hann var í ríkisstjórn.

Hvers vegna er ekki talað um stjórnun á peningamálastefnunni sem var orsökin, heldur alltaf um ofvöxt fármálakerfisins sem var afleiðingin.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband