5.1.2009 | 17:00
Ekki verið að loka fyrir almennt nafnlaust blogg á mbl.is
Mikið er ég sammála þeim sem tala um að virða skoðanir annarra. Að virða skoðanir annarra er grunnundirstaða lýðræðis og í raun allra eðlilegra mannlegra samskipta. Hjónabandið, fjölskyldulífið, samskipti á vinnustað, félagslíf, stjórnmál og samfélag. Allt byggist á því sama að virða skoðanir annarra. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, virðist í grunninn vera tilkomið vegna skorts á því að virða skoðanir annarra. Ég er ekki sammála þeim sem telja sig ekki geta komið fram "undir nafni" og skrifað þannig. Ég kýs samt að virða það sjónarmið. En þeir sem nota þennan vettvang (netið) til að ata aðrar auri, hvort heldur sem er með eða án nafns, eiga ekki mína samúð eða skilning. Vöndum okkar skrif og verum málefnaleg.
Það er ekki verið að loka fyrir almennt nafnlaust blogg á mbl.is, heldur einungis að þeir sem vilja blogga um frétt af mbl.is og tengja bloggið við fréttina, verða að gera slík undir nafni. Sjá Fréttablogg og nafnleynd
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:07 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg sammála því að það var komin tími til að loka á að fólk geti bloggað hvaða vitleysu sem er undir nafnleysi. Ég veit að stundum hefur fólk ástæðu til þess að fela sig á bak við nafnleysi en við erum búin að sjá það allvel undanfarið að þetta nafnleysi er misnotað með grófum hætti. Það að geta sett argasta skítkast út á netið í gegnum fréttatengingu án þess að bera nokkra ábyrgð á því vegna nafnleysis finnst mér alveg út í hróa.
Hafðu það gott Hólmfríður mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.