Átta ára að mótmæla ?????

Ég set stórt spurningarmerki við að setja átta ára telpu uppá kassa til að halda ræðu á pólitískum  mótmælafundi. Eru líkur á því að svo ungt barn hafi yfirsýn þá atburði sem hafa verið að eiga sér stað í þjóðfélaginu undanfarið. Orðfarið sem barnið notaði í því stutta broti sem ég heyrði, var ekki þannig fram sett að barn hefði samið ræðuna. Ég vil taka það fram að þetta er örugglega skýr stelpa og ekki feimin. Þegar barni er innrætt svona hugarfar gagnvart stjórnvöldum, þá er ekki von á góðu með framhaldið. Börnin hlusta og hafa eftir það sem sagt er í návist þeirra og sú stutta er örugglega búin að heyra ýmislegt, sem ekki eru beinlínis blessunaróskir. Ég er reyndar mjög hissa á að forsvarsmaður fundanna Hörður Torfason, skyldi taka það í mál að telpan mundi fá að tala.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvernig er þetta "svona hugarfar".

Hvernig "blessunaróskir" á að senda yfirvöldum sem hafa lagt tugmilljóna skuldir á herðar barnanna?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

"Svona hugarfar" kalla ég að börnum sé sagt að stjórnendur landsins séu í raun þeirra verstu andstæðingar, það skuli ekki virða þá og ekki taka mark á þeim. Þeir standi sig illa í vinnunni og svo framvegis og það sé rétta að tala um þá sem hálfgerða glæpamenn.

Það er vel hægt að gagnrýna á málefnalegan hátt, en það virðist vera fyrirmunað nú um stundir að ræða mál af skynsemi og háttvísi. Mistök hafa verið gerð, en þessi gífuryrði um skuldabagga komandi kynslóða eru orðin svo stórkostleg að mér ofbýður og það freklega. Það truflar venjulegt fólk í þess daglega amstri þegar þessi þula dynur stöðugt í eyrum.

Ég held að skipuleggendur mótmælanna hafi líka skotið yfir markið að taka það í mál að lítið barn tali á svona fundi og með fullri virðinu fyrir börnum þá er þetta ekki þeirra deild.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2009 kl. 00:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þú getur lesið um skuldabaggana hér. Þarna er eingöngu verið að tala um Icesave en vextir vegna þeirra munu verða tugir milljarða á næsta ári. Síðan eru aðrir skuldabaggar s.s. vegna Kaupþing Edge og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það eru ekki til þau gífuryrði sem ná að lýsa þessum ófögnuði. Kannski þægilegast að stinga bara hausnum í sandinn og láta börnin borga.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er búin að sjá svo margar og langar runur um þetta og hitt í tölulegu formi á netinu undan farið sem á að vera hinn eini sanni sannleikur um alla skapaða hluti að ég er hreinlega hætt að virða fyrir mér slíka útreikninga. Við vitum svo lítið og sérstaklega um framtíðina að það hálfa væri nóg. Egill Helgason er duglegur að birta svona romsur sem hann segir að séu eftir þennan og hinn sómakæra manninn sem ekki er þó tilbúinn að koma fram undir nafni. Þess í stað sendi ég "skuldaböggunum" ljós og kærleika og læt þar við sitja.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband