3.1.2009 | 02:52
Kosningar ??
Ég er sammála þeim sem segja að það sé óþarfi að kjósa um það hvort eigi að fara í aðildarviðræður. Það á að hefja þær sem fyrst og kjósa síðan um samninginn þegar hann liggur fyrir. Krafan um kosningar gefur glumið frá því í haust og verið nokkuð hávær. Ég hef reyndar sett ákveðið spurningarmerki við kosningar því ég sé ekki á þessari stundu um hvað á að kjósa. Eru komin fram ný stjórnmálaöfl, vill fólk breytt kosningafyrirkomulag, á að skipta út frambjóðendum hjá flokkunum eða hver er krafan. Þá er ég að meina það fólk sem staðið hefur fyrir þeim mótmælum sem hafa verið í gangi, eru komnar fram einhverjar aðrar lausnir, leiðir eða stefnur. Þetta er mínar vangaveltur og það er ekki víst að svör fáist hér og nú.
Ég hef persónulega ekki á móti því að ganga til kosninga á grundvelli þess kosningafyrirkomulegs sem við höfum í dag. Ég sé persónulega ekki þörf á nýjum stjórnmálaöflum, en það er ætíð svo að endurnýjun verður á fulltrúum í hverjum kosningum. Vitanlega vil ég veg lýðræðislegrar jafnaðarstefnu sem mestan og ekki vanþörf á nú þegar uppbyggingin er að hefjast.
Ef við ákveðum síðan að taka upp breytt kosningafyrirkomulag til alþingis, þá verður að fara fram skipuleg umræða um slíkt í samfélaginu og taka síðan ákvörðun um slíkt með lýðræðislegum hætti. Ég mundi telja slíkar breytingar æskilegar og hef varið þeirrar skoðunar nokkuð lengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:54 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.