Er ég á Íslandi ??

Kryddsíldin rofin vegna mótmæla, skemmdarverk fyrir milljónir, Egill Helgason með óviðeigandi ummæli við blaðamann, er þjóðin að klofna og þá í hvað og hvert er stefnt. Árinu 2008 er að ljúka, árið 2009 að taka við og við erum í miðri ánni. Á bakkanum hinumegin er annað þjóðfélag. Nú skulum við að setja upp jákvæða hjúpinn og senda hann á hvert annað, senda hvert öðru kærleika og væntumþykju. Senda hvert öðru jafnvægi, hugrekki, samheldni, réttlæti, skilning, umbreytingu og jöfnuð.

Ég sendi ykkur öllum góðar óskir um gleðilegt nýtt ár og þakka fyrir árið sem er að líða. Það hefur verið ár hinna mörgu lærdóma fyrir okkur öll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár Hólmfríður mín, megir þú og þínir njóta gleði og friðar á komandi ári.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 18:05

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Takk sömuleiðis, það vona ég svo sannarlega. Ein tillaga í ársbyrjun, er ekki nauðsynlegt að hvetja fólk til fyrirbæna núna þegar reiðin og óttinn eru að heltaka svo marga.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.1.2009 kl. 02:15

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gleðilegt ár og vil ég í því tilefni óska þess að allt þetta fólk sem brennur af réttlætiskennd, finni leið til þess að nota lýðræðislegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.1.2009 kl. 03:59

4 identicon

Ég held að nú að allir sem hafa verið að biðja fyrir fólki og friði í heiminum séu nú þegar að biðja þess að farsællega leysist úr málum okkar Íslendinga Hólmfríður mín. Það hefur svo margt jákvætt gerst líka og við þurfum að horfa til þess en ekki bara festast í því sem hefur miður farið.

Gleðilegt nýtt ár enn og aftur.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 13:19

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott er að vita um fyrirbænir sem eru nú þegar í gangi, en ég var að hugsa um svona tímasetta bænastund þar sem almenningur tæki þátt í hvar sem hann væri staddur á þeirri stundu. Svona hópfyrirbæn mundi vonandi vekja fólk til umhugsunar um gildi bænarinnar og þess jákvæða.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.1.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband