31.12.2008 | 01:05
Jón Baldin aftur í stjórnmálin.
Mér fannst hressandi og notalegt að sjá og heyra Jón Baldvin í sjónvarpinu í kvöld. Hann er alltaf skeleggur og segir hlutina skýrt og greinilega. Ég tel að það væri afskaplega gott að fá hann að stjórnarborðinu núna þegar svo gríðarlega mörg og stór verkefni bíða úrlausnar. Hann er með mikla reynslu, er skarpgreindur og með mikil og fjölbreytt sambönd við kollega í mörgum löndum. Trúlega kemur upp eitthvert spillingarhjal um hann eins og aðra sem hafa verið við stjórnvölinn undanfarna áratugi.
Ég tek bjartsýn og glöð á móti nýju ári með nýju upphafi fyrir okkur hér á þessi frábæra landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, Sveinn Elías, virkjum sem flestar pólitískar afturgöngur til að hressa uppá stjórnmálin hjá okkur. Jón Baldvin væri t.d. frábær afturganga til slíkra verka.
Jóhannes Ragnarsson, 31.12.2008 kl. 01:17
Jón Baldin er stjórnmálamaður og mikilhæfur sem slíkur, mikill og slingur samningamaður sem mun gagnast okkur vel í aðildarviðræðunum við ESB þegar þær hefjast.
Davíð er með einræðistilburði og ekki líklegur til að geta unnið með öðrum nema að ráða öllu sjálfur. Hann hefur unnið þannig um árabil og að mínu álit ber hann almestu ábyrgðina á því hver staðan er í dag.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.12.2008 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.