29.12.2008 | 21:03
Mestu hetjurnar og verstu viðskipti
Ég vil nefna tvo einstaklinga sem mestu hetjur ársins og þau eru Ella Dís (og hennar foreldrar) fyrir gríðarlega baráttu við veikindi og Tryggingastofnun ríkisins.
Svo er það viðskiptaráðherrann okkar, Björgvin G Sigurðsson að geta afrekað það að koma bankakerfinu í gegnum það gjörningaveður sem á dundi í byrjun Sept. Að koma því í gegn á að bankarnir opnuðu að nýju með nýjum stjórnendum og öllu sem því fylgdi.
Verstu viðskipti ársins voru aðferðir Seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar við að koma bönkunum á hné og allar hans fáránlegu yfirlýsingar í fjölmiðlum sem kostað hafa þjóðina ómældar fúlgur fjár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bankarnir eru ennþá í gjörningaverðri og fólk óðum að missa traust á þeim og Björgvini líka. Björgvin hefur staðið sig með eindæmum illa sem viðskiptaráðherra enda hefur hann ávallt verið leyndur staðreyndum af kollegum sínum í samfylkingunni og ekki haft manndóm til þess að bera sig eftir þeim.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:07
Þarna er ég ekki sammála þér og þá er það bara þannig. Ég hef einfaldlega aðra sýn á þessi mál en þú og fleiri. En það truflar mig ekki og mun ekki gera.
Ég er einfaldlega ekki tilbúin til að dæma fyrr en ég hef eitthvað annað í höndunum en sögusagnir sem ganga um netheima og víðar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.12.2008 kl. 22:47
Oft ráfa ég um bloggin, og sé misgáfulegar færslur, en ég held að þú sláir öll met!
Það er ekki sögusögn að bankamálaráðherrann talaði ekki við seðlabankastjóra í tæpt ár og það á mjög krítískum tímum í efnahags og bankamálum. Hann upplýsti það sjálfur á sjálfu alþingi! Þetta getur varla talist annað en stórkostleg vanræksla í starfi.
Að Björgvin G. Sigurðsson hafi "komið bönkunum í gegnum gjörningaveður" er þvílík þvæla að ekkert nema hlátur kemst að við lestur svona fullyrðingar. Hann hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi!
"Bankarnir opnuðu að nýju með nýjum stjórnendum". Hefurðu verið mikið netlaus í útlöndum undanfarna mánuði? Sömu stjórnendur eru enn við störf í bönkunum, þökk sé spillingu FME og yfirmanns þess BGS.
Kom DO bönkunum á kné? Nei, bankarnir sáu alfarið um það sjálfir með græðgi sinni og eigenda sinna, þeir þurftu ekki utanaðkomandi hjálp.
Ef þú vilt komast í hóp virðingarverðra bloggara, ættir þú að kynna þér staðreyndir áður en þú lætur svona bull frá þer fara.
sigurvin (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 05:41
Sigurvin
Það er mjög afstætt að teljast viðingarverður og þá í augum hverra. Ég blogga fyrst og fremst til að tjá MÍNAR skoðanir og til að teljast virðingarverð þá verð ég að meta MÍN skrif með tilliti til MINNAR SJÁLFSVIRÐINGA. Ég er ekki að skrifa til að þóknast neikvæðum niðurrifsöflum, það eru nægir þátttakendur í þeim hópi. Sendi þér ljós og kærleika.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.12.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.