22.12.2008 | 08:59
Og hvað með það ?
Kirkjunnar menn hafa sumir hverjir, nokkuð gott lag á að finna sér ágreiningsefni, sem öðru fólki þykja ekki eins mikilvæg. Mannlegt eðli er á stundum að þvælast fyrir þeim og þá hvað helst ef það tengist eitthvað samlífi fólks. Að láta sér detta í hug að deila um það hvort frelsarinn hafi átt sér konu eður ei. Fyrir mér er það jafn eðlilegt og að nótt fylgi degi að svo hafi ef til vill verið og að þau hafi jafnvel átt afkomendur. Ég hef ekki enn skilið þörfina fyrir að munkar, nunnur eða annað fólk sem helgar sig kristilegu starfi, lifi án samlífs og samskipta við hitt kynið, eða sitt eigið. Heldur ekki að fólk af sama kyni deili lífinu saman.
María Magdalena veldur áhyggjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eitt sem er sameiginlegt með Kirkjunnar mönnum, Gyðingum, Talíbönum og Femínistum að allir þessir hópar fyrirlíta vændiskonur. Þær eru fólk með sjálfsbjargarviðleitni og þeirra starf er eitt af fáum starfsstéttum sem hefur aldrei skaðað annað fólk. Þær taka ekkert frá öðrum, skemma ekkert. Samt eru þær fyrirlitnar af þessum fordómahópum. Sjálfsréttlætingin er alveg að fara með þetta aumigjans fólk.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 22.12.2008 kl. 18:14
Það er mikill tvískinnungur í svo mörgu, þó hann sé dálítið efnisleg mismunandi milli heimshluta. Ég er reyndar ekki sammála því að allir þessir hópar fyrirlíti vændiskonur, tel að Femínistar telji sig finna til með þeim á þeim forsendum að margar séu neyddar til að stunda vændi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.12.2008 kl. 21:06
Þeir gera sér bara ekki grein fyrir mikilvægi þessarar starfsgreinar.
Jóhann Elíasson, 22.12.2008 kl. 22:30
Það er náttúrlega ekki gott að bæla kynorkuna þannig að ég er viss um að Jesús hefur átt konu og börn hvað svo sem stendur í Biblíunni. Það vantar eflaust æði margt í þá bók bæði upphaf endi og miðju, í frásögnina af þessum meistara, það er bara eins og við vitum, það er alltaf verið að breyta í gegnum tíðina og svo á þessi saga að hafa verið skrifuð eftir munnmælum 70 árum eftir að Jesús var uppi og við getum nú rétt ímyndað okkur hvort fjöllin hafi ekki verið orðin ansi blá og allt það á þeim árum.
Það vefst svolítið fyrir þeim blessuðum kirkjunnar mönnum að María Magdalena hafi verið vændiskona en ég held að hún hafi bara verið betri fyrir vikið, hún hefur þá þekkt heim þeirra sem minna máttu sín og voru lægri í stéttarstiganum.
Hafðu það gott Hólmfríður mín.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 22:36
Það er einmitt málið, það var búið að fægja myndina svolítið að því sem hentaði þeim sem skrifuðu. Hvort María hefur verið vændiskona eða ekki, finnst mér ekki skipta neinu máli. Og þóað jesúshafi verið afar þroskuð sál, þá finnst mér líklegt að hann hafi verið af holdi og blóði og þar af leiðandi með sína kynhvöt í lagi.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.12.2008 kl. 00:02
"Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum" sagði Meistarinn við karlpeninginn, þegar karlmennirnir komu uppfullir af sjálfréttlætingu með "bersyndugu" konuna til hans og vildu fá hana grýtta.
Þarna held ég að Kristur hafi verið að skírskota til tvenns: "Ef konan er bersyndug, þá eru viðskiptavinir hennar það einnig" og hitt, "Hvað er að því að þjóna hvötum mannsíkamans (karlmanns sem og kvenmanns)?" Eins og þessir bjánar hafi aldrei togað í spottann á sér í einrúmi? Það er talið til syndar hjá Kaþólskum og fyrr á öldum voru til skírlífsbelti fyrir karlmenn (sjá bókina "Kynferðislífið" sem var gefin út um 1946) svo þeir færu nú ekki að leika við lillann á sér.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 23.12.2008 kl. 14:44
Hvað skildi María hafa verið búin að stunda kynlíf með mörgum mönnum til þess að hafa fengið þá nafnbót að hún væri vændiskona? Það gæti þess vegna verið að það hafi bara verið einn eða tveir.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:57
Ég veit um föður sem kallaði 17 ára dóttur sína "mellu" og "hóru" af því að hún hafðieignast sinn fyrsta kærasta og hún varð uppvís að því að hafa sofið hjá honum einu sinni.
Gleðilega Jólahátið, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 24.12.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.