Hitatap frá höfði !

Ég hef þá reynslu að er ég er vel varin fyrir kuldaá fótum og höfði, þá verð mér ekki svo kalt á öðrum hluta líkamans. Mér finnst sérlaga brýnt að verja höfuð ungra barna vel fyrir kulda og hafa þau vel búin á fótum. Þegar ég var barn var mikill gólfkuldi á heimilinu og í minningunni er mér oft kalt vegna þess. Ég er enginn vísindamaður, en þetta er bara mín reynsla.


mbl.is Höfuðið saklaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur lengi verið sagt að sé manni kalt á fótunum eigi maður að setja á sig húfu. Bak við það húsráð er sú vísindaþekking að æðar höfuðsins dragi sig ekki saman í kulda eins og aðrar æðar líkamans og því tapist mikill líkamshiti frá  höfðinu í kulda.

Arnaldur Valgarðsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Arnaldur Valgarðsson

Sagt er að sé manni kalt á fótunum hjálpi að setja upp húfu. Vísindin bak við þessa visku eru að æðar höfuðsins dragi sig ekki saman í kulda eins og aðrar æðar líkamans. þessvegna tapist mikill hiti frá höfðinu.

Arnaldur Valgarðsson, 20.12.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Einhver snillingurinn sagði mér að 75% af hitatapi líkamans eigi sér stað út um höfuðið. Svo bætti hann við, "svo eru með alltaf að dúða þessi 25%".

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 20:23

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég upplifði það fyrir nokkrum árum eftir heilablæðingu og heilaaðgerð í kjölfarið, að vera svo kulvís á höfðinu að ég gat ekki farið út á tröppur nema að vera með húfu. Þetta gekk þó til baka á nokkrum árum, en kenndi mér að klæða mig á annan hátt. Góð húfa og hlýir skór eru málið, þá þarf síður að dúða þar á milli.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.12.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband