11.12.2008 | 21:53
Björgvin tekinn á teppið
Menn liggja ekki á liði sínu þessa dagana, gerð var hörð hríð að viðskiptaráðherra í kvöldfréttum ruv sjónvarps og látið að því liggja að hann vissi ekkert um það hvað starfsemi banka gengi út á og þar fram eftir götunum. Það virðist vera nákvæmlega sama hvað hann gerir sem ráðherra eða gerir ekki, allt er eitthvað öðruvísi en það á að vera. Hefur Íhaldið eitthvað að fela sem ekki má tala um og kannski eru þeir bara óvanir því að verið sé að hnýsast í þan sem gert er, ekki vanir því frá Framsókn. Þegjandi samkomulag hefur örugglega veið milli þessara fylkinga íslensk efnahagslífs um að vera ekki að gramsa í neinu. Svo er allt í einu kominn þarna maður, já heill flokkur sem vill skoða og rannsaka. Þá er bara að setja áróðursvélina í gang og sletta í allar áttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.