Undirbúningur hafinn hjá ESB

Gott að verið sé að undurbúa aðildarviðræður okkar Íslendinga hjá ESB. Þá eru líkur á að umsóknarferlið taki ekki mjög langan tíma.


mbl.is ESB býr sig undir umsókn frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er svona gott með það, á kannski að eyða jafn miklum peningum í þessa vitleysu eins og þegar við reyndum að komast í öryggisráð sameinuðuþjóðana. Sjálfstæð þjóð í okkar eigin landi erum við en verðum það aldrei aftur ef við förum þarna inn, hana nú.

Tobbi Villa (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er sammála þér Hólmfríður.

Til að svara þér Tobbi Villa þá leifi ég mér að birta eftirfarrandi sem ég fann á eftifarandi síðu:

http://baraef.blog.is/blog/baraef/

Ísland á samstöðu með öðrum Evrópuþjóðum. Þeirra markmið eru þau sömu og okkar.

Við vitum öll hve dýrkeypt það hefur reynst Íslendingum að vera utan sambandsins á síðustu vikum - spyrjið bara Íra. Þeir eru með ofvaxið bankakerfi og, eins of forsætisráðherra Írlands hefur sagt, þeir væru í sömu stöðu og Íslendingar ef ekki hefði verið fyrir ESB og evruna.

Nokkrir einangrunarsinnar reyna að höfða til þjóðrembings-tilfinningar Íslendinga í þessum efnum. Halda þeir virkilega að Danir séu ekki lengur sjálfstæð þjóð, bara því þeir eru í ESB? Eða Þjóðverjar?

Horfum á hvað við fengjum ef við værum í ESB með Evruna. 

Hvaða umhverfi býr Ísland fyrirtækjum þessa stundina?

  • 18% stýrivexti
  • Verðtryggingu
  • Óstöðugan gjaldmiðil
  • Óðaverðbólgu
  • Ónýtt bankakerfi
  • Gjaldeyrishöft 

Lítum á hvernig dæmið horfði við værum við í Evrópusambandinu með evruna

  • 3,25% stýrivextir
  • Engin verðtrygging
  • Stöðugur gjaldmiðill
  • Verðbólga sem við teldum hlægilega lága
  • Við hefðum haldið bankakerfinu eins og Írland
  • Engin gjaldeyrishöft

Eini stjórnmálaflokkurinn sem er alfarið á móti ESB er VG. Þessi flokkur gerir alltaf út á óánægjufylgið, markmið hans er því að vera á móti öllu. Flokkur sem sýnir slíkan óþroska á ekki erindi í ríkisstjórn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.12.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég sammála þér Friðrik, ég má bara ekki til þess hugsa ef svo klaufalega vildi til að við mundum hafna því að gara þarna inn. Ég er bara ekki tilbúin í meira peningaplokk.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Það þýðir ekkert að fara að ganga þar inn núna,  þeir myndu ekki tala við okkur á meðan við erum að leita réttar okkar gagnvar bretum.

Jóhann Hallgrímsson, 12.12.2008 kl. 01:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er heldur ekki að ástæðu lausu sem því máli er haldið til streytu. Það er bæði til að efla andúð og skapa óróa

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.12.2008 kl. 23:34

6 identicon

Hólmfríður gerðu Bretar þá ekkert á okkar hlut með hryðjuverkalögunum og með hverjum stóð ESB í Icesave málinu.    Slengdu þessu öllu á okkur og þessu kyngdi blessunin hún Ingibjörg Sólrún öllu og vill fá þessa ESB klíku til að ráða hér þvílík uppgjöf af hverju hættir hún ekki í pólitík, hún hlýtur að vera búin að fá loforð fyrir góðum stól hjá ESB ef henni tekst að gefa landið okkar
 

Bensi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband