11.12.2008 | 00:07
Eru peningar, bankar, viðskipti og fjárfestingar óheiðarlegt ???
Ég er mjög glöð að sjá þetta framtak hjá Byr að gefa börnum fæddum 2008 kr. 5.000 inn á reikning og finnst það einmitt mjög lofsvert. Er ekki jákvætt að hvetja unga fólkið okkar til að spara og eiga eitthvað í handraðanum þegar þau eru orðin fulltíða fólk.
Ég er því mjög hissa að sjá neikvæða gagnrýni á þetta framtak Byrs hér á netinu og finnst það raunar með ólíkindum.
Ég veit eiginlega ekki hvað er hlaupið í fólk þessa dagana. Það er eins og það séu glæpamenn í öllum hornum. Allt sem heitir peningar, bankar, viðskipti og fjárfestingar er orðið óheiðarlegt.
Þið sem svona hugsið, verðið að staldra aðeins við og gæta að út í hverskonar forað þið eruð komin. Ég tel þennan hugsunarhátt afar óhollan og skaðlegan.
Ég vil að vekja athygli á að ég skrifa undir fullu nafni og stend við þessi orð mín hvar og hvenær sem er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 110484
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.