Kominn tími til að fólk endurmeti kröfur sínar og stöðuna almennt.

Ég sá hér á vefnum áðan að verið sé af stjórnarflokkunum að beina því til fjölmiðla að reyna eftir megni að róa þjóðina. Hvað sem heft er í því (sem ég dreg reyndar í efa), þá er vissulega kominn tími til að fólk dragi aðeins andann og skoði málin heilstætt.

Hvaða líkur eru á því að afsögn ríkisstjórar og nýjar kosningar núna eða fljótlega eftir áramót, bæti stöðuna.

Hvaða líkur eru á því að hinir svokölluðu útrásarvíkingar hafi verið aðalorsök þess hvernig er komið fyrir okkur.

Hvaða líkur eru á því að hægt sé að afnema verðtrygginguna, bara si svona.

Þessar og margar aðrar kröfur sem nú eru gerðar eru ekki líklegar til árangurs, geta gert ástandið enn verra og eru óframkvæmanlegar í okkar lýðræðisríki.

Afsögn ríkisstjórnar nú og kosningar auka einungis vandann og hann er nægur fyrir. Hvaða skoðanir sem fólk hefur í pólitík, er mestar líkur á því að Samfylkingin hafi þingstyrk og styrk innan stjórnarinnar til að knýja fram breytingar svo hægt sé að rannsaka óhindrað stjórnunarferil Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum og hvernig ákvarðanir sem hann ber ábyrgð á, leiddu til atburða haustsins.

Útrásarvíkingarnir eru gerðir ábyrgir fyrir bankahruninu með glannaskap í fjárfestingum og óheiðarlegum vinnubrögðum. Bankarnir urðu of stórir og of fljótt, en það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að ákveðnar veilur mynduðust með því að fjármálafyrirtækin fengju að gera upp í erlendri mynt, fengju að stofna úti bú og ég tala nú ekki um ef við hefðum verið komin inn í ESB og með evru. Davíð kom í veg fyrir þetta allt.

Baugur er tekinn og svertur nú sem aldrei fyrr, en er ekki búið að rannsaka Baug árum saman og hvað kom út úr því.

Verðtryggingin er tilkomin vegna þess að krónan er og hefur verið svo veikur gjaldmiðill að ef verðtryggingin hefði ekki verið til staðar þá hefði vaxtabyrgin verið svo gífurleg að slíkt hefði ekki gengið. Til að afnema verðtrygginguna verður að skipta um gjaldmiðil, önnur leið er ekki fyrir hendi, svo einfalt er það.

Nú ætti því að vera krafa fólksins að Davíð sé látinn hætta og ferill hans rannsakaður.

Að sótt verði um aðild að ESB, kannað til þrautar hvar þar er í boði. Jafnframt verði kannaðir aðrir valkostir og þessir hluti vandlega útskýrðir fyrir þjóðinni svo hún geti kosið um þá kosti sem eru í boði.

Þá er um leið hægt að efna til kosninga til Alþingis og þá verður líka um eitthvað að kjósa, velja.

Ég hef það á tilfinningunni að hópur fólks sé beinlínis í því að velta sér úpp úr málaflokkum eins og Baugi, Fons FLgrub, Stím og s.v. fr. til að draga athyglina frá raunverulegum atburðum og stjórnvaldsaðgerðum sem ákveðinn hópur vill ekki láta tala um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband