Fjármálaeftirlitið dæmt óhæft á blogginu og víðar.

Mikil og oft á tíðum óbilgjörn gagnrýni á Fjármálaeftirlitið, gengur hér um bloggheima og hefur gert undanfarandi. Það eru orðnir glæpamenn í hverju horni og engum er treystandi. 

Hefur einhver ykkar sem gagnrýnið hvað harðast, haft fyrir því að kynna sér lagaumhverfi Fjármálaeftirlitsins. Þetta er væntanlega stofnun sem fer að þeim lögum sem gilda í landinu.

Mér dettur í hug Samkeppnisstofnun, stundum virðist hún næsta máttlaus þegar verið er að kvarta um ójafna stöðu gagnvart ríkisfyrirtækjum. Er það ekki í samræmi við lagaumhverfi og valdsvið viðkomandi stofnunar.

Ef FME hefði tekið hart á einhverjum sem er ykkur þóknanlegur, hefði þá ekki hljóðið verið annað.

Þið virðist flest vera kóa með Davíð og klíkunni í kring um hann og úttúða Jóni Ásgeiri, sem er mest rannsakaði viðskiptamaður á Íslandi í dag.

Var þá allt dómaragengið tómt spillingarpakk, spyr sú sem ekki veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hverjir móta lagaumhverfið? Samræmist það siðuðu þjóðfélgagi?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Lagaumhverfið hefur verið mótað af Alþingi í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þar var líka ákveðin sú peningamálastefna sem gilt hefur frá 2001

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.12.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband