8.12.2008 | 23:49
Bílalán með veði og sjálfsskuldarábyrgð
Fjármálaviðskipti á Íslandi í dag eru náttúrlega ekki eins og hjá venjulegu þjóðfélagi eða venjulegu fólki. Það gera gengissveiflurnar, verðbólgan, vertryggingin og vaxtaokrið. Í svona sjúku kerfi gerast hlutir sem við viljum ekki sjá og viljum ekki upplifa. Ég hef ekki sjálf lent í sjálfsskuldarábyrgð vegna bílaláns, en við tókum bát á kaupleigu og sitjum uppi með skuld vegna þess. Í því tilfelli tel ég að við höfum hreinlega verslað á yfirverði. Ef sá sem lánar fyrir bíl vill líka sjálfsskuldarábyrgð, er þá ekki sá hinn sami að segja að lánið sé í raun hærra en verðmæti bílsins verði eftir einhvern tiltekinn tíma, þar sem nýir bílar falla mjög hratt í verði. Nýr bíll getur tæplega talist fjárfesting, heldur ákveðinn munaður sem tíma tekur að vinna sig upp í. Sá sem fer of hratt upp þann stiga, verður hreinlega að taka þá áhættu að ábyrgjast sjálfur hluta af láninu. Ég er ekki lögfræðingur, en þetta eru einhverskonar vangaveltur sem mér finnst flokkast undir heilbrigða skynsemi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.