Bílalán með veði og sjálfsskuldarábyrgð

Fjármálaviðskipti á Íslandi í dag eru náttúrlega ekki eins og hjá venjulegu þjóðfélagi eða venjulegu fólki. Það gera gengissveiflurnar, verðbólgan, vertryggingin og vaxtaokrið. Í svona sjúku kerfi gerast hlutir sem við viljum ekki sjá og viljum ekki upplifa. Ég hef ekki sjálf lent í sjálfsskuldarábyrgð vegna bílaláns, en við tókum bát á kaupleigu og sitjum uppi með skuld vegna þess. Í því tilfelli tel ég að við höfum hreinlega verslað á yfirverði. Ef sá sem lánar fyrir bíl vill líka sjálfsskuldarábyrgð, er þá ekki sá hinn sami að segja að lánið sé í raun hærra en verðmæti bílsins verði eftir einhvern tiltekinn tíma, þar sem nýir bílar falla mjög hratt í verði. Nýr bíll getur tæplega talist fjárfesting, heldur ákveðinn munaður sem tíma tekur að vinna sig upp í. Sá sem fer of hratt upp þann stiga, verður hreinlega að taka þá áhættu að ábyrgjast sjálfur hluta af láninu. Ég er ekki lögfræðingur, en þetta eru einhverskonar vangaveltur sem mér finnst flokkast undir heilbrigða skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

94 dagar til jóla

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband