Verðtryggingin og verkalýðsforystan

Verðtrygging inneigna og skulda er sá skattur sem við íslendingar greiðum fyrir það að vera með krónuna. Vera með örlitla mynt sem ekki stenst samanburð við aðra gjaldmiðla.

Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá verðum við að taka upp aðra og sterkari mynt til að hér komist á jafnvægi á fjármálamarkaði. Besta leiðin til þess er að við göngum inn í ESB. Þá munu gengissveiflur og óðaverðbólga heyra sögunni til. ASÍ hefur verið gagnrýnt fyrir þá samþykkt sem gerð var á þingi þess í  haust.

Þar var verið að skora á stjórnvöld að sækja um aðild að ESB til þess að fá upp á borð þá kosti sem væru í stöðunni varðandi inngöngu, gagnvart okkur Íslendingum. Ákvörðun um aðild verður að sjálfsögðu tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki verjandi við þær aðstæður sem eru nú um stundir í samfélagi okkar, að þessi möguleiki sé ekki skoðaður í þaula.

Varðandi launakjör forkólfa Verkalýðsfélaga er það að segja að þau eru örugglega eins breytileg og félögin eru mörg. Ég hef sjálf gengt starfi formanns í slíku félagi og það er gríðarlega mikil ábyrgð og álag sem því fylgir.

Mín laun voru ekki hærri en minna félagsmanna í sambærilegu starfi með svipaðan lífaldur.

Forseti ASÍ hlýtur að eiga rétt á góðum launum, þar sem áreyti er mikið og ábyrgð sömuleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

32 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 110485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband