8.12.2008 | 02:08
Björgvin vanmetinn viðskiptaráðherra
Var að hlusta á Össur og þar talaði hann um það mikla afrek Björgvins G Sigurðssonar viðskiptaráðherra í bankakrísunni að halda kerfinu gangandi og koma í veg fyrir greiðslufall þeirra. Okkur hinum finnst þetta kannski ekki stórt atriði í öllum darraðadansinum, en svona hlutir gera sig ekki sjálfir og fumlaus viðbrögð á ögurstundu er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn.
Björgvin G er og hefur verið afar skýr í sinum málflutningi um þessa atburði og hann mun komast á spjöld sögunnar fyrir vandaða vinnu, heiðarlega framgöngu og röggsamlega stjórn á þessum stóra og vandmeðfarna málaflokki í mestu kollsteypu í lýðveldissögunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.