7.12.2008 | 22:30
Össur stóð sig vel á ögurstundu
Er ekki búin að sá Mannamál en er búin að sjá glefsur af því sem fram kom á vísi.is og hér á mbl.is. Þar koma fram upplýsingar sem gleðja mitt Samfylkingarhjarta. Að hann hafi komið í veg fyrir að Davíð stýrði hópi ráðherra og embættismanna sem mundi annast björgunaraðgerðir í bankahruninu og að það hefði verið Össur sem lagði fram bókunina um að Davíð starfaði ekki sem Seðlabankastjóri í umboði Samfylkingarinnar. Greinilegt er að mikið hefur gengið á innan ríkistjórnarinnar á þessum tíma og gerir sjálfsagt ennþá. Það er okkur Íslendingum mikil gæfa að það skuli einmitt vera Samfylkingin sem er með Íhaldinu í ríkisstjórn, en ekki einhver lítill jáflokkur eins og Framsókn sem jafnframt er kolflæktur í þau fortíðarvandamál sem eftir er að greiða úr og læra af. Samfylkingin er öflugur flokkur með kröftuga stjórnmálamenn á Alþingi og í ríkisstjórn. Nú um stundir setjum við undir okkur hausinn og þolum fylgistap í skoðanakönnunum, en vinnum okkur af öryggi og festu í gegn um þau verkefni sem eru á borðinu. Takk Össur og takk þið öll hin í Samfylkingunni.
Bókunin frá Össuri komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef þið ætlið að koma ykkur inn í EU til okkar þá haldi Samfylkingin sem fastast í stjórnarsamstarf með D því VG eru jú alveg á móti öllu slíku
nolli (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 22:54
Samfykingin verður aðhalda út með Íhaldinu, það er alveg morgunljóst í mínum huga. VG er fyrst og fremst að teyja lopann og flækja hlutina.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.