Tillögur óskast fyrir skuldugann almenning

Það er skelfilegt að segja það, en vegna þess hve margir eru í vonlausri stöðu peningalega þá eru meiri líkur til þess, en annars væri að eitthvað verulega róttækt verði gert til að koma málum á réttan kjöl að nýju.

Ég er ekki með lausn en mér finnst ekki ólíklegt að vel sé hægt að finna slíka. Þetta sem er að gerast hér á landi núna í fjármálum hins almenna borgar er svo alvarlegt að það nær ekki nokkurri átt.

Ég skora því á þá aðila sem eru svo reikningsfær og vel að sér um lánamál og hagfræðilausnir að setjast yfir þessi mál og koma með tillögur.

Mér dettur strax í hug Marinó G Njálsson og endilega komið með nöfn sem þið teljið koma til greina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Sæl Hólfríður, takk fyrir bloggvináttuna og fallegu orðin sem þú sagðir um síðuna mína Úff já þetta er frekar skuggalegt þetta ástand sem er hjá okkur og víða annars staðar í heiminum.  Ég á því miður ekki heldur neina lausn, en ég trúi því sem stjörnuspekin hefur kennt mér, að þetta sé liður í einhverjum þroska fyrir okkur öll, eins og þú sagðir það er einhver ný orka að koma inn núna, spurningin er bara hvernig hún á eftir að þróast?

Margrét Guðjónsdóttir, 2.12.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já mér finnst stundum að ég sé mjög glöð með það sem er að gerast, það hljómar undarlega en mér finnst eins og verið sé að frelsa okkur úr einhverskonar prísund. Við munum þurfa að byrja á nýjum grunni og hugsunin sé að breytast í heiminum. Ég sé merki um þetta í Tailandi, Bandaríkjunum, hér á landi og í rauninni um allan heim. Það eru að koma inn ný gildi og stjórnlagadómstóllinn í Tailandi er mjög merkilegur viðburður. Kosning Obama er líka stórsigur fyrir hina nýju hugsun. Það er verið að vinna að umbótum í fleiri ríkjum eins og Simbabe (þó Mugabe sé enn við völd).

Það er svo mikilvægt að við beinum jákvæðum hugsunum til þeirra sem viðvitum að eru að vinna að réttlæti og jöfnuði.

Hugsum jákvætt til nýju orkunnar, hugsum jákvætt til nýrra tækifæra, hugsum jákvætt til allra uppbyggingar og fyrst og fremst, hugsum jákvætt um okkur sjálf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

já Þetta var einhvern veginn komið úr böndunum gengdarlaus græðgi,  þar sem græðgi ræður ríkjum er ekki pláss fyrir kærleik. Ég er sammála þér þegar upp verður staðið þá verður þetta til góðs. Nú er um að gera að láta ekki reiðina ná tökum á sér, missa ekki vonina og síðast en ekki síst jákvætt hugarfar og kærleikur til allra. 

Margrét Guðjónsdóttir, 3.12.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 110484

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband