Ráðist inn í Seðlabankann

Nú eru mótmælin að verða full gróf. Það á að vera nóg að hópast saman fyrir utan þann stað eða stofnun sem mótmælin beinast að og vekja athygli á málstaðnum með spjöldum eða að afhenda mótmælabréf. Ekki að skemma eigur eða skaða fólk


mbl.is Réðust inn í Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Stjórnvöld hafa skemmt eigur og skaðað fólk, er líkamlegt ofbeldi eitthvað verra en það andlega ofbeldi sem við þurfum að þola af stjórnvöldum.

Steinar Immanúel Sörensson, 1.12.2008 kl. 16:36

2 identicon

Stjórnvöld hafa alla vega ekki hikað við að skaða okkur og það all illilega. Ef ekki er hægt að koma glæpahyskinu frá öðruvísi, þarf að sækja það inn í stofnanirnar þar sem það hefur grafið um sig og bara það út.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:38

3 identicon

Þetta á náttúrulega ekki að þurfa. En ef menn sýna það viðmót til óþvegins almúgans sem hæstvirtur seðlabankastjóri sýnir þá náttúrulega endar þetta svona. Ekki þann að hann skilur sennilega ekki vísbendinguna fyrr en honum verður fleygt út um gluggann.

Ég bíð eftir að hann komi í fjölmiðlum og tjái sig um að þetta sé ekki vantraust á hann heldur bara nokkrir einstaklingar sem láti ófriðlega. Hann kemur ekki til með að fatta að um leið og 100 manns brjóta sér leið inn í seðlabankann þá þýðir það að 1000 hefðu viljað það, 10000 hefðu hugsanlega verið til í það og 50.000 finnst það hið besta mál. Síðan eru hinir (eins og þú) sem eru verulega ósáttir við störf hans en finnst heldur mikið að fara út í svona aðgerðir, þeir eru sennilega um 100.000 í viðbót. Tölfræðieffekt sem kallast "the long tail" og er ansi algengt.

Ari (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:39

4 identicon

Og ég er sammála þér Hólmfríður, það ætti að vera nóg að safnast saman með spjöld. Þessir gikkir taka ekki mark á því þegar 7000 manns safnast saman. Finnst það bara vera dónaskapur og ofbeldi gagnvart lýðræðinu að við landsmenn tjáum okkur um málin. 

Það segir ýmislegt um þeirra túlkun á lýðræði. Eitthvað eins og: kjósið okkur og haldið svo kj.. 

Ari (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er engu bættari með því að skemma eigur annarra vegna þess að einhver skemmdi eitthvað fyrir mérÉg tek heilshugar undir hvert orð í þessari grein.

Jóhann Elíasson, 1.12.2008 kl. 16:53

6 identicon

Íslenska fólkið nýtur stuðnings allra þjóða en ekki íslenska ríkisstjórnin.

Það verður ekki tekið mark á okkur fyrr en búið er að skipa frambærilegt og hæft fólk bæði í Seðlabanka og ríkisstjórn.
Þær kröfur sem eru settar fram af nágrannaþjóðum okkar eru í raun að við eigum að breyta um stefnu, og taka upp heilbrigða stjórnarhætti þar sem gætt er hagsmuna almennings.
Spillinguna í stjórnkerfinu þarf að uppræta og endurreisa lýðræðið.

Staðan á Íslandi núna er eins og Hitler hefði haldið áfram að stjórna Þýskalandi eftir stríðið.
Göring og Göbbels eru ennþá ráðherrar.

Þráseta hins vanhæfa og spillta seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar veldur þjóðinni ómældu tjóni.

Hver dagur sem líður með þessa hörmung hangandi yfir þjóðinni færir landið nær endanlegri tortímingu.

http://www.visir.is/article/20081201/VIDSKIPTI06/376535713
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aTtseWM3RQq8
http://eyjan.is/blog/2008/11/18/dosent-vid-hi-ottast-svigrum-sedlabankans-sem-se-thegar-ruinn-trausti-heima-og-heiman/

RagnarA (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:19

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Davíð Oddsson ætti að vera löngu ættur í Seðlabankanum og hefði raunar aldrei átt að verða aðalbankastjóri hans. Ef honum hefði verið vikið frá strax eftir að bankarnir voru settir niður, þá væri fólk ekki eins gríðarlega ósátt. Ég skil mætavel þó fólkið hafi reynt inngöngu í SÍ nú síðdegis, en er samt þeirrar skoðunar að það sé mun sterkara að nota ekki þessa aðferð, sterkara og marktækara. Þessi aðferð fælir líka fjöldann allan frá því að taka þátt sem er ekki gott.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband