Vargastefnan

Eitthvað eru höfuðborgarbúar að misskilja málið og ekki líst mér á að magna reiðina. Hún er nægileg og vel það, en það sem við þurfum nú er næsta sigið í þessu ferli. Það er að mínu mati að gera áætlun um úrbætur, eða öllu heldur hverju við viljum breyta. Það er ekki nóg að hrópa á torgum, kosningar og ríkisstjórnina burt. Og hvað svo, hver eða hverjir eiga að taka við keflinu og hvað á að gera við keflið.


mbl.is Vargastefna við Stjórnarráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þessi kona (norn og stjórnleysingi) Eva Hauksdóttir mælir með því að kornabörnum fé fórnað af mæðrum þeirra með því að leggja þau fyrir vinnuvélar til að stöðva virkjunarframkvæmdir. 

Sjá nánar: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/

Lesið ekki bara innganginn, heldur athugasemdirnar og tilsvör Evu Hauksdóttur þar sem hún mælir með slíkum kornabarnamorðum!!!

Með kveðju, Björn bóndi.  

Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú ert duglegur að gera þér upp skoðanir hennar Evu Sigurbjörn Friðriksson og krydda þær með dassa af eigin útúrsnúningi, ertu kannski flokksbundinn Sjálftökuflokknum ?

Sævar Einarsson, 1.12.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað svo sem satt er í því sem hér er skrifað, þá finnst mér þessi aðferð (vargastefnan)  ekki lýðræðisleg og því ónothæf.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.12.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Hvað er lýðræði ?

Sævar Einarsson, 2.12.2008 kl. 02:06

5 identicon

Hvað er ólýðræðislegt við þennan galdur?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvað merkir þessi galdur og hvað er hann að gera fyrir okkur. Er hann hugsaður einhverjum til tjóns eða er hann hugsaður til að byggja upp.

Galdur er neikvætt orð í hugum margra sem vekur ótta og er það meiningin

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 00:38

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Lýðræði eins og ég skil það er að fólkið, lýður landsins, hafi tækifæri til að taka ákvarðanir um málefni og atburðarásir. Leikreglur lýðræðis eru breytilegar milli landa og það skal ætíð fara eftir gildandi reglum í hverju landi eða ríkjasambandi fyrir sig, hverju sinni. Þyki leikreglur ekki fullnægandi er þeim breytt með þeim aðferðum sem gilda um farveg slíkra mála í viðkomandi landi, ríkjasambandi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 00:44

8 identicon

Þannig að ef eitthvað er ekki uppbyggjandi, þá er það ekki lýðræðislegt heldur?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:45

9 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi athugasemd þín Eva er frekar til að snúa út úr en að svar þeim spurningum sem ég bar fram.

Ákvarðanir teknar á lýðræðislegan hátt þurfa ekki að vera uppbyggjandi, að allra mati. Lýðræði byggir líka á því að það eru aldrei allir sammála um þær ákvarðanir sem meiri hlutinn tekur.

Það sem ég er að segja hér er mín persónulega skoðun og ég er einfaldlega þeirrar skoðunar að það sé ekki vænlegt til árangurs að troða illsakir við aðra. Málefnaleg umræða er að mínu mati vænlegust til árangurs. Hverskonar aðgerðir sem leitt geta af sér líkamleg átök, eru ekki að mínum smekk. Þannig er það bara og þetta hefur lífið kennt mér.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 01:32

10 identicon

Tilgangurinn með galdrinum er, eins og kemur fram í fréttinni að senda reiði almennings á ríkisstjórnina, eins og hvern annan hræfugl. Málefnaleg umræða hefur ekki skilað neinu ennþá. Það þýðir greinilega ekkert að biðja þetta fólk að segja af sér, nú er verið að steypa okkur í ennþá meiri skuldir án þess að við höfum neitt um það að segja og Seðlabankastjóri kemst bara upp með að neita að gefa uppi þá vitneskju sem hann þykist hafa um það hvernsvegan hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum. Það þarf eitthvað sterkara en umræðu til að koma þeim frá og því þarf að beina orkunni að því að losna við þau frá en ekki eyða púðrinu í endalaus ræðuhöld.

Leikreglur lýðræðisins gera nefnilega ráð fyrir að óhæft fólk víki af valdastóli og að við sérstakar aðstæður megi flýta kosningum. Þetta er ekki virt og ef fólkið tekur kvíða sinn og reiði út á fjölskyldu sinni eða bælir þær niður, þá sitjum við uppi með þetta sama fólk og þeirra gloríur áfram. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 01:52

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið rétt að leikreglur lýðræðis gera ráð fyrir því að ríkisstjórn geti stigði af stóli og að á hana sé samþykkt vantraust og allt það. Þar er einmitt nýbúið að leggja fram vantraust á ríkistjórnina, ræða það og fella. Við erum ekki með her og því getur hann ekki tekið völdin, en ég tel næsta víst að vantraust á ríkisstjórnina eða stjórnarslit af öðrum orsökum muni gerast snemma á næsta ári, ef ekki verður þá þegar komin raunhæf framtíðarsýn á það hvert þessi þjóð stefnir.

Ekki svo að skilja að ég hafi neinar þær upplýsingar sem styðja þetta, en mér finnst þetta endilega. 

Hvað varðar Davíð Oddsson þá er ég þeirrar skoðunar að í fyrsta lagi hann hefði aldrei átt að verða Selabankastjóri.   Í öðru lagi hefði átt að víkja allri stjórn Seðlabankanns frá þegar bankahunið var staðreynd og í þriðja lagi þá er það með öllu ólíðandi að hann leyni upplýsingum. Hann mun víst mæta fyrir Viðskiptanefnd Alþingis á morgun þar sem hann verður spurður um þessi mál.

Ég er talsmaður jákvæðra strauma og tel það ekki rétt að senda reiði sem slíka. Ég mundi miklu fremur vilja kalla það að senda viðkomandi - óskir - lausnir - leiðir til úrbóta - leiðbeiningar eða eitthvað á þeim nótum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.12.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband