24.11.2008 | 00:32
Launafólk - varist "svarta vinnu" !!
Ég tel mig þekkja nokkuð vel til varðandi Vinnumálastofnun/vinnumiðlanir og vinnubrögð þar. Ef atvinnurekandi fær starfsmann í gegnum vinnumiðlun, er gerður um það sérstakur samningur og þar kemur meðal annars fram hver launakjör viðkomandi skulu vera að lágmarki.
Utanumhald þessara mála er orðið það gott í dag, að þetta er góð leið fyrir báða aðila, starfsmenn og vinnuveitendur.
Ég vil hins vegar vara mjög við svokallaðri "svartri vinnu" og hinni svokölluðu "gerviverktöku". Báðar þessar leiðir eru afskaplega varasamar.
Þar er starfsmaður að semja beint við vinnuveitandann, sem gjarnan notar þau falsrök, að hann sé að borga betur en þeir sem gefa allt upp.
Ég og margir aðrir starfsmenn stéttarfélaga og Vinnumiðlana, höfum séð skelfileg dæmi um fólk sem búið er að vinna á "svörtu" í svo og svo langan tíma.
Þetta fólk er búið að fyrirgera öllum rétti sínum, bæði hjá stéttarfélögum og Vinnumálastofnun og hefur ekki í önnur hús að venda en að leita til síns sveitarfélags og hjálparstofnana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.