22.11.2008 | 17:13
Jarðsambandið er í gegnum Samfylkinguna
Það er mín bjargfasta skoðun að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé sá stjórnmálamaður sem geti best leitt okkur í gegnum þann brimskafl sem við erum í núna.
Samfylkingin hefur verið í ríkisstjórn í eitt og hálft ár og er þegar byrjuð að moka þann mikla flór óréttlæris sem Sjálfstæðismenn og Framsókn skildu eftir sig, eftir 12 ára samstarf í ríkisstjórn.
Þessi flór nær yfir velferðarkerfið í heild sinni og þar hefur Jóhanna Sigurðardóttir sett af stað gríðarlega vinnu við endurskipulag þess. Sumt er komið til framkvæmda og sumt er enn í vinnslu.
Stjórn peningamála er stór hluti af flórnum sem hefur um árabil verið í höndum Sjálfstæðismanna, með Davíð Oddsson fremstan í flokki. Ingibjörg Sólrún og hennar samflokksmenn hafa fyrir talsverðum tíma kynnt þær hugmyndir að gera þyrfti breytingu á yfirstjórn Seðlabankanns, en ekki náð því fram.
Sjálfstæðismenn með Geir HH í broddi fylkingar, þverskallast enn við að skipta Davíð út, þrátt fyrir að hann sé búinn að sýna af sér þvílík mistök að frægt er orðið um allan heim.
Auðvitað ber Samfylkingin ábyrgð og undan henni hefur ekki og verður ekki vikist. Eitt af því er að standa í fylkingarbrjósti og berjast áfram fyrir því að faglega sé tekið á málum.
Þar er verið að tala um peningamálastefnuna, bankamálin, fyrirtækin og heimilin, atvinnulífið í heild og félagslega þáttinn. Framtíðarsýn fyrir íslenska þjóð i efnahagslegu tilliti og rannsókn á þeim flóknu málum sem urðu til þess að við erum í þessari stöðu. Já flórinn er stór, bæði breiður og langur.
Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem er með markaða stefnu hvað varðar framtíðina í samfélagi þjóðanna og þar á ég við stefnuna í Evrópumálunum.
En hver er strefna hinna flokkanna? Sjálfsstæðislokkur er á krossgötum og mun trúlaga kynna nýja sýn í lok janúar. Framsóknarflokkurinn er tættur og reiður og hvað verður ákveðið þar í janúar, líklega ný framtíðarsýn Frjálslyndi flokkurinn er með allt að því eins margar stefnur og fjöldi þingamanna segir til um. Vinstri grænir eru á móti og verða á móti.
Okkar leið út úr vandanum er ekki auðveld og það vitum við öll. Ég er eins og ég sagði í upphafi handviss um að það er mjög nauðsynlegt að IGS verði í fylkingarbrjósi þeirra sem leiði okkur í gegnum vandann. Við skulun tala saman að leikslokum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
30 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð minn góður blind trú er ekki það sem við þurfum á að halda núna. Getur þú nefnt eitt einasta "rykkorn" sem Ingibjörg Sólrún hefur hreyft við síðan hún tók til starfa? Það eru fáir stjórnmálamenn/konur sem hafa valdið jafn miklum vonbrigðum og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hún hefur sýnt það, svo ekki verður um villst, að ekki er hún fær um að stjórna.
Jóhann Elíasson, 22.11.2008 kl. 17:35
Ég veit nú svo sem ekki hvar þú hefur verið en þarna er ég þer algjörlega ósammála eins og þú sér á færslunni minni. Ég tel mig ekki vera blinda nema síður sé og geng um með galopin augun alla daga í okkar mjög svo ruglingslega samfélagi. Mér finnst eins og Davíð sé búinn að heila þvo svo stórann hluta þjóðarinnar að slíkt er með ólíkindum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.11.2008 kl. 00:01
Þó Davíð hafi gert MIKINN óskunda er hann ekki sá eini og ég er á því að við höfum ekki efni á því að persónugera vandann núna. Ég hef verið hér á landi síðan ég lauk námi 1991 og hef fylgst vel með og eins og Ingibjörg Sólrún lofaði góðu í upphafi stjórnmálaferils síns, þá eru mjög fáir sem hafa valdið jafn miklum vonbrigðum og hún hefur gert. Ekki hefur þú nefnt eitt einasta "rykkorn" sem Ingibjörg Sólrún hefur dustað af. Blind trú er ekki það sama og líkamleg blinda, svo því sé haldið til haga.
Jóhann Elíasson, 23.11.2008 kl. 15:19
Þrælslundin ríður ekki við einteyming. Við Íslendingar kunnum að kyssa vöndinn. En nú er öldin önnur. Almenn og góð menntun, aðgangur að upplýsingu og samskiptum með www. Það er tækifæri til breytinga. ISG hefur ekki sýnt að hún skilji þrengingar fólksins í landinu núna þegar okkur er haldið utan við það sem er að gerast. Hún hefur ekki sópað út, hún tekur þátt í því með Sjöllunum að viðhalda möðkuðu kerfi blóðskammar.
Rósa Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:20
Ég er ekki að persónugera vandann frekar en aðrir sem eru að gagnrýna DO. Ég er að gagnrýna þá stjórnarhætti sem voru viðhafðir í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Davíðs. Þar er verið að tala um að ekki hafi verið sótt um aðild að ESB. Þá eru bankar einkavæddir, peningastefnan ákveðin, Davíð gerður að Seðlabankastjóra, bönkum og fyrirtækjum bannað að gera upp í evrum, bindiskylda bankanna afnumin og margt fleira sem of langt mál er upp að telja. Þessi atburðir í stjórnun Íslands gerðust á vaktinni hans Davíðs og hann var skipstjórinn. Persóna Davíðs er þessu óviðkomandi, það er stjórnmálamaðurinn og Seðlabakastjórinn Davíð Oddsson sem ég og margir fleiri erum að gagnrýna.
Talandi um Ingibjörgu Sólrúnu og rykkornin, þá má nú frekar líkja þessum ósköpum sem liggja eftir stjórnarhætti Davíðs og félaga við fullt haughús og mokstur þarfa að hafa staðið yfir um hríð, svo sjáist borð þar á.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.