Aukin aðsókn hjá Hjálparstofnunum

Öllum sem annast aðstoð við fátæka í þessu landi, ber saman um að aðsókn hafi aukist undanfarnar vikur og mánuði.

Þegar kreppir að í þeirri samfélagsgerð sem hér hefur þróast undanfarin ár, kemur það fljótt fram hjá þeim sem aðstoða fólk í vanda.

Í stjóranartíð Sjálfstæðisflokksins undanfarin 17 ár hefur markvisst verið skorið niður í velferðarmálum svo þeir hópar finna svo sannarlega fyrir þeim skerta kaupmætti sem þegar er kominn fram. Þessir hópar hafa verið á mörkum þess að hafa í sig og á í "góðæri" undangenginna ára.

Með Jóhönnu Sigurðardóttir í félagsmálaráðuneytinu, hefur að vísu verið snúið af braut niðurskurðar til bættra kjara. Þessir málaflokkar eru svo yfirgripsmiklir og lagarammi þeirra svo flókinn, að vinna við leiðréttingar er enn í gangi og áhrif hennar ekki komin fram nema að hluta til.

Þessi hópar eru því mjög viðkvæmir fyrir kjaraskerðingum. Þið sem hafið meira á milli handanna, leggið ykkar að mörkum. Það eru sjálfsagt föt inni í skáp sem þið eruð hætt að nota, einhverjir búshlutir sem þið eigið meira en nóg af og nokkrar krónur sem þið getið séð af.

Þó nytjamarkaðir eins og Góði hirðirinn séu með margskonar hluti á góðu verði, þá er til fólk sem ekki hefur einu sinni efni á að versla þar. Og hafið þetta í huga, ekki bara í dag heldur áfram.

Næst þegar tekið er til í geymslunni eða bílskúrnum, fataskápnum eða eldhúsinu. Takið frá það sem ekki er notað og gefið til þeirra sem rétta fátækum hjálparhönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

30 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband