Hvað segir Gunnar Tómasson um aðdraganda bankakreppunae

Mér finnst þessi færsla frá Gunnari Tómasyni á bloggi Egils Helgasonar á eyjunni.is  svo góð skýring á núverandi ástandi hjá okkur að ég stóðst ekki freistinguna að birta hana hér. Vona ég að Gunnar Tómasson sé því ekki mótfallinn

Gefum Gunnari orðið;

Hvað er að gerast?

Aðsteðjandi vandi er ávöxtur innlendra hagstjórnarmistaka um langt árabil, sem kemur nú fyrst fram í dagsljósið vegna áhrifa óhagstæðra ytri aðstæðna. Grundvallarorsök vandans er peningalegs eðlis og felst í aðgerðarleysi stjórnvalda gegn útlánaþenslu bankakerfisins sem síðustu árin hefur verið fjármögnuð að hluta með erlendum skammtímalánum.

Útlánaþenslu úr hófi fram er ekkert nýmæli á Íslandi – t.d. nam hún ca. 3450% frá 1980 til 1989 – og hefur lengst af endurspeglast í hárri verðbólgu, greiðsluhalla við útlönd og gengisfellingum. Við afnám hafta á fjármagnsflutningum og auknu framboði af lánsfé á alþjóðapeningamarkaði síðustu fimmtán árin breyttust áhrif óhóflegrar útlánaþenslu.

Í stað verðbólgu og gengisfellinga, sem héldu aftur af neyslu, fjárfestingum og erlendri skuldasöfnun, leiddi útlánaþensla til sívaxandi greiðsluhalla sem var fjármagnaður með erlendri skuldsetningu þjóðarbúsins. Menn virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að innlend umframeyðsla fjármögnuð með erlendum lánum er í raun ein mynd verðbólgu.

Þetta kann að hafa ráðið því að í nýjum lögum um Seðlabanka Íslands frá árinu 2001 var bankanum gefið það meginhlutverk að halda verðbólgu innan við 2.5% á ári. Af reynslu síðustu ára virðast seðlabankamenn hafa dregið þann lærdóm að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af hugsanlegum áhrifum útlánaþenslu á verðbólgu og gengi krónunnar.

Skv. lögunum frá 2001 hefur Seðlabanki Íslands vald til að hemja útlánaþenslu bankanna með bindiskyldu og takmörkun á hreinni erlendri skuldastöðu þeirra. Hins vegar hefur The Washington Consensus, sem svo kallast, það fyrir satt að slík íhlutun stjórnvalda í ákvarðanatöku viðskipta- og fjárfestingabanka sé misráðin frá þjóðhagslegu sjónarmiði.

Seðlabankinn gaf því bankakerfinu lausan tauminn varðandi innlenda útlánaþenslu og erlenda skuldsetningu en taldi sig geta haldið verðbólgu innan 2,5% með því að hækka stýrivexti eins og The Washington Consensus hefur líka fyrir satt. Þegar í ljós kom að frjáls ákvarðanataka bankanna leiddi til verðbólgu, þá greip Seðlabankinn til stýrivaxta.

Þar með var teningunum kastað – háir stýrivextir gerðu Ísland að gósenlandi erlendra spákaupmanna, gjaldeyrir streymdi inn í hagkerfið og samsvarandi vaxtagreiðslur út, gengi krónunnar hófst í himinhæðir, ódýr innflutningur hélt verðbólgu í skefjum – en stýrivextir höfðu engin áhrif á útlánaþenslu bankanna fjármagnaða með erlendu lánsfé.

Svo breyttust ytri aðstæður.

Aðgengi bankanna að erlendu lánsfé þrengdist, útlánaþensla og lánsfjármögnuð innlend neysla og fjárfesting snarminnkuðu – Seðlabankamenn töldu þetta sýna og sanna ágæti stýrivaxtastefnu síðustu sjö ára. Á sama tíma höfðu þeir ekki séð ástæðu til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð og virðast hafa talið jöklabréf vera jafngildi erlendra innlána.

Allt reyndist þetta vera á misskilningi byggt. Þrengingar á erlendum peningamörkuðum breyttu innstreymi vegna jöklabréfa í útstreymi, Seðlabanki Íslands lét loks til skarar skríða og tók lán hjá þýskum banka til að efla gjaldeyrisvarasjóð – enda lánveitandi til þrautavara innan íslenska peningakerfisins samkvæmt seðlabankalögunum frá 2001.

Lántaka Seðlabankans fyllti kvóta Íslands hjá þýska bankanum, sem brást við með því að afturkalla lánsloforð til Glitnis sem var bent á að leita til Seðlabankans um fyrirgreiðslu. Í kjölfarið fóru þau atvik sem Þorvaldur Gylfason lýsir í grein sinni í Fréttablaðinu í dag, Skyndibitar í skjóli nætur – og tjaldið féll á sjö ára þjóðarharmleik í Seðlabanka Íslands.

Hér lýkur færslu Gunnars

Hér eru komnar málefnalegar sýringar á því sem gerðist og er svo einhver hissa á að Davíð eigi að víkja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband