19.11.2008 | 01:06
Davíð og hvítþvotturinn
Það er ofmælt að hægt sé að tala um hvítþvott á Davíð. Hann er nefnilega svo ataður af áralangri óhreinindasöfnun að það er til lítils að káfa aðeins yfir það sem hefur bæst við á þessu ári.
Ábyrgð Davíðs er mjög mikil á þessu hruni sem þjóðin hefur orðið fyrir. Hann hefur haft hönd í bagga með þeim lagasetningum sem voru umgjörð fjármálstefnu okkar, sem voru umgjörð bankakerfisins, sem voru umgjörð fjármálaeftirlitsins, sem voru umgjörð verðbréfaviðskipta o.s.frv. Hann hafði veg og vanda að því að vinna einkavæðingarnefndar vegna sölu bankanna var ómerkt og öll fyrri fyrirheit sett á haugana. Hann stóð gegn því að við gengum inn í ESB eftir inngöngu í EES samstarfið. Hann mótaði peningamálastefnuna sem verið hefur á Íslandi síðan 2001. Hann hafði umsjón með bindiskyldu bankanna og að gjaldeyrisforði Seðlabanka væri nægur.
Og hann situr áfram, það er hlegið að honum í útlöndum meðan við tökum andköf ef hann opnar munninn.
Um bloggið
33 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.