Sjálfstæðismenn í sjálfskoðun.

Það er alltaf gott að taka sjálfan sig aðeins til skoðunar. Nú eru Sjálfstæðismenn í skoðun á sér og stefnunni. Það er eins með þá og Framsókn að þar hafa ákveðinn hluti hópsins staðnað og orðið eftir einhvers staðar á leiðinni. Þeir hafa orðið fastir í samtryggðu peninganeti sem hefur verið orðið svo upptekið af sjálfu sér að ekki hefur verið gáð út um gluggana til að skoða umhverfið.

Eða bara gá til veðurs. Það var spáð stormur og búið að vara við því að lausamunir gætu fokið. Líka var margbúið að vara við því að þjóðarskútan væri ekki bundin við rétta bryggju. Það væri ekkert vit í að hafa hana í smábátahöfninni. Það væri blátt áfram nauðsynlegt að hún lægi með hinum skipunum í aðalhöfninni. Skipstjórinn tók ekki í mál að færa skútuna og áhöfnin gat víst ekkert gert nema að gera uppreisn. Stýrimaðurinn er alltof háður skipstjórnum til að gera nokkuð í málinu.

Nú er áhöfnin orðin óróleg og vill aðgerðir. Það á samt að bíða með ákvörðun fram í lok janúar, þó allra veðra sé von og spáin ekki góð. Búið er að bæta meira snæri á bátinn og svo er bara að vina það besta og vona að spottarnir haldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband