18.11.2008 | 00:05
Umbylting í Framsókn
Það eru miklir hlutir að gerast í Framsóknarflokknum nú um þessar mundir. Það er eins og nokkurs konar pólskipti séu á ferðinni. Það hefur lengi verið ljóst í mínum huga að hin staðnaða hugsun fyrri alda, var langan tíma að fara úr hugum fólks hér á landi. Þessi hugsun snérist um að vera ekki að breyta því sem væri nú við líði, þetta væri bara gott svona.
Ég kalla þetta gjarnan hugarfar "moldarkofakynslóðarinnar". Ég er alin uppí sveit, bý í stóru landbúnaðarhéraði og hef lengi skynjað þennan mun. Framsóknarflokkurinn hefur lengi sótt mikið fylgi í sveitirnar og verið nokkuð fastheldinn í ýmsum málum. Nú er komið að því að yngra fólkið og þéttbýlisbúarnir eru búnir að fá nóg af stöðnun. Þess vegna verður þessi ólga og ósamkomulag í forystunni. Gamla hugsunin þekkti ekki sinn vitjunartíma fyrr en hún var tekin og rekinn á dyr með látum.
Um bloggið
324 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 110559
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Hólmfríður,
Sé að þú hefur verið að breiða út þann misskilning á bloggum hér og þar að Eygló Harðardóttir sé systir hans Bjarna Harðar. Þau eru ekkert skyld, svo því sé haldið til haga. Þætti vænt um að þú hættir að halda þessu fram og leiðréttir þar sem það hefur þegar verið gert.
Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:27
Þetta hefur þá ekki verið rétt sem kom fram í fjölmiðlum um daginn þegar Bjarni sagði af sér, en þá var talað um hana sem systir Bjarna en að framkvæmdastjóri flokksins sem tók við af Bjarna væri ekki skyld honum, þó hún bæri sama föðurnafn.
Það er ekki ætlun mín að fara með fleypur og mun ég ekki bendla þau saman sem systkyni, hér feftir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.11.2008 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.