12.11.2008 | 21:44
Hvað eru 11 milljarðar á milli vina !!
"Ríkið lagði peningamarkaðssjóði 9 í Glitni til ellefu milljarða króna eftir að honum hafði verið lokað vegna þess að Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var stjórnarmaður í sjóðnum. Þetta fullyrti Sigurður G. Guðjónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Glitni, í Íslandi í dag.
Ríkið lagði þessum sjóði til peninga sérstaklega eftir að búið var að loka honum," sagði Sigurður og bætti við að það hefði verið ákvörðun fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Hann sagði að slíkt hið sama hefði ekki verið gert við aðra sjóði.
Sigurður sagði ljóst að litið hafi verið svo á að ríkið væri orðið hluthafi í bankanum á þessum tíma og stjórnvöld hafi ekki viljað að sjóður sem þingmaður bæri ábyrgð á væri lokaður. Þetta er eina skýringin," sagði Sigurður.
Vísir hefur reynt að ná tali af Illuga Gunnarssyni í kvöld, en án árangurs. "
Svo segir í frétt á Vísi.is
Hvað eru 11 miljarðar milli vina!!
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eru þetta sömu peningarnir ?
og kom fram á eyjunni Orðið á götunni
2. október, 2008 - 8 ummæli »
Glitnir sjóðir hf
Orðið á götunni er að stjórn Glitnis hafi neitað að hafa svokallaða sjóði Glitnis opna á mánudag og þriðjudag. Þessir sjóðir eru reknir í sérstökum hlutafélögum og peningaleg áhætta Glitnis af þeim því bundin við hlutafjárframlag bankans í hvern sjóð fyrir sig.
Forsætis- og fjármálaráðherra kröfðust þess að sjóðir þessir yrðu opnaðir aftur og tilkynning gefin út um það á þriðjudagskvöld. Í sjóðum þessum eru alls kyns ótryggðar kröfur á öll helstu fjármálafyrirtæki lands þessa og eigendur þeirra til skamms tíma.
Stjórnir þessara sjóða hafa verið skipaðar mönnum utan bankans m.a. Illuga Gunnarssyni alþingismanni, sem er í stjórn yfirbatterísins: Glitnir sjóðir hf. Orðspor hans sem þingmanns var því að veði og því kröfðust ráðherrarnir þess að Glitnir- banki keypti hluta af verstu kröfunum, um 22 milljarða, út úr sjóðunum. Þær eru jafnónýtar fyrir bankann og þær voru fyrir sjóðina.
Orðið á götunni er að það megi því nota skattpeningana sem Geir, Davíð og öllum er svo annt um til að bjarga Illuga, en ekki til að hjálpa Glitni sem einkafyrirtæki yfir erfiða hjalla.
Í fréttatilkynningunni var þetta orðað svona: “Ákvörðun um að loka fyrir kaup og sölu sjóðanna var nauðsynleg til að tryggja rétta verðmyndun á eignum viðskiptavina Glitnis í sjóðunum og jafnframt að skapa svigrúm og tíma til að koma eignum í verð. Glitnir sætti nokkurri gagnrýni vegna þessarar ráðstöfunar en því miður var hún nauðsynleg. Glitnir harmar jafnframt þá erfiðleika sem þetta hafði í för með sér fyrir viðskiptavini bankans.”
kona (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:44
Kona (hvað heitir þú)
Ég get ekki sagt það með neinni vissu, ein vel gæti það verið. Svo getur þetta verið hreinn uppspuni, það er svo mikill misskilningur í gangi í samfélaginu og alls kyns "smjörklípur" sem ekki er gott að henda reyður á.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.11.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.