11.11.2008 | 15:31
Bjarni Harðar og Valgerður
Bjarni Harðar og Valgerður. Þarna eigast við 2 armar Framsóknarflokksins sem eru að mínu mati armur fortíðar (Guðni, Bjarni og co) og armur framtíðar (Valgerður og co). Auðvitað má gagnrýna margt sem VS gerði í sinni ráðherratíð og ekki fer ég út í það hér. Vinnubrögð Bjarna er líka afspyrni klúðursleg og ljót.
Svo er annað, fyrir hönd hverra eru bændur í Skagafirði að skrifa. Þar er enn starfandi öflugt Kaupfélag með kaupfélagsstjóra sem kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að ná eignum og völdum til KS.
Hvað vita bændur í Skagafirði um ESB. Hafa þeir lesið skýrslu Evrópusetursins við Háskólann á Bifröst, Hverju mundi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur sjá hér Skýrsla er ný, frá apríl á þessi ári.
Við höfum öll gott af því að lesa hana og taka svo afstöðu, en ekki eingöngu hlusta á hagsmunafólk hins gamla kerfis.
Um bloggið
31 dagur til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.