Ekki einangra Ísland.

Ekki einangra Ísland !!!!! 

Árni Þór skrifar grein í Moggann í dag og fer mikinn yfir þjösnaskap Breta og annarra þjóða. Þar segir í níðurlagi;

Tilvitnun hefst;

 “Ekki er nóg með að Bretar hafi beitt hryðjuverkalöggjöfinni, nú kemur Evrópusambandið nánast eins og það leggur sig og reynir að kúga þjóðina til undirgefni og hlýðni. Það er þjösnaskapur sem mikilvægt er að þjóðin viti um. En við skulum ekki láta kúga okkur. Við Íslendingar kunnum að bogna lítið eitt um sinn en við brotnum ekki. Ef við trúum á okkur sjálf, á auðinn í okkur sjálfum sem þjóð, á landið og gögn þess og gæði, ræktum menningu okkar og tungu, þá höfum við okkur út úr þessum erfiðleikum eins og öðrum sem við höfum ratað í. Í því sambandi er freistandi hugsun að betra sé að sleppa því að taka öll hin erlendu lán. Herða þess í stað sultarólina aðeins fastar um sinn, en eiga í staðinn von í betri og bjartari framtíð fyrir okkur og börnin okkar innan ekki allt of langs tíma. Áratuga þrautaganga með skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins á herðunum, sem mun skerða lífskjör og takmarka möguleika okkar um áratugaskeið, er skelfileg tilhugsun.”

Tilvitnun lýkur

og VG ekki að kynna aðferð Bjarts í Sumarhúsum. Að svelta frekar en biðja um aðstoð og er það ekki hin svokallaða “Finnska leið”, það er að segja sá hluti hennar, sem Sigurbjörg Árnadóttir varar svo sterklega við. EKKI LÁTA KÚGA OKKUR.

Er fólk að hugsa málin til enda, ég held ekki.

Ég er ekki tilbúin til að berjast í bökkum það sem ég á eftir ólifað á þessu annars fallega og góða landi, fyrir einhverri dauðadæmdri hugsjón.

ESB er auðvitað bæði með kosti og galla, en það er samt skásti kostur okkar nú, við höfum ekki um margt að velja.

Ég á í fórum mínum gamalt umsóknareyðublað frá 1947 frá Fjárhagsráði. Afabróðir minn var þá að byggja hús yfir sig og 6 aðra einstaklinga, sem bjuggu í gömlum torfbæ. Það varð að sækja um leyfi fyrir öllu og meira að segja nöglum. Hvaða byggingarefni stóð til boða, jú hrákatimbur og asbest til að klæða með að utan. Hann og bróðir hans urðu í ellinni yfirkomnir astmasjúklingar. Svo voru skömmtunarseðlar fyrir öllu mögulegu. Bændur lögðu inn í Kaupfélagið og fengu út það sem þar fékkst, gegn skömmtunarseðlum. Ég svalt ekki, en mér var svo oft kalt á fótunum af því gólfin voru ekki einangruð og það varð svo kalt á nóttunni vegna þess að það var svo dýrt að kynda allan sólarhringinn. Gluggar með einföldu gleri frusu að innan yfir veturinn, veggir einangraðir með torfi héldu hitanum ekki úti. Foreldrar mínir höfðu flúið að sunnan, undan atvinnuleysi og örbyrgð. Þau voru hluti hópsins sem flutti í þetta “vandaða nýja hús”.

Látum ekki einangra okkur, hvað sem það kostar. Ekki aftur skömmtun, fátækt og niðulæginugu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er bara þessi:

Hvar eru vinir okkar núna?

Og hverjir eru möguleikarnir í stöðunni?

Það á eftir að koma í ljós. 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:59

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vinir og ekki vinir. Þegar skip er að sökkva eða hús að brenna, er ekki spurt um vini, heldur björgunaraðila. Allir reyna að bjarga og ber skylda til. Það ganga örugglega margar tröllasögur um skuldir og skandala núna, en það er ekki það sem skiptir mestu. Það getur enginn sagt okkur réttar tölur því við erum með ónýtan gjaldmiðil og það eru mörg gengi nefnd á hverjum degi. Það sem skiptir mestu máli núna er að finna bryggju til að leggjast að með okkar laskaða skip, síðan er að skoða lekann og gera við.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.11.2008 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

31 dagur til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband