4.11.2008 | 18:30
Björn Ingi og "stærsti" stjórnmálaflokkur á Íslandi.
Fyrirgefðu Björn Ingi, en ertu ekki að tala um þriðja stærsta stjórnmálaflokkinn eða þann þriðja minnsta sem kom mönnum inn á þing, Sjálfstæðisflokkinn.
Varaformaður í stærsta stjórnmálaflokknum, Samfylkingunni er karlmaður og auk þess í góðu málefnalegu jafnvægi við sinn formann.
Sjálfstæðisflokkurinn er að heyja sitt stóra tapstríð núna og Þorgerður Katrín er einfaldlega ásamt Ragnheiði Ríkharðsdóttir að ganga fram fyrir skjöldu og segja sínar skoðanir, en ekki að taka við ordum frá Davíð Oddssyni.
Þá fer auðvitað ófrægingarvélin í gang, þessi vél sem Geir H H óttast svo mikið.
Ég er þess fullviss að ÞK og RR eru báðar það sterkar og sjóaðar að þær þola þessa rógsherferð.
Ég væri ekki hissa þó fleiri af þingmannaliði Sjálfsstæðisflokksins kæmi út úr skápnum næstu daga.
Það er nefnilega betra að þola baktal sem er rangt, en að láta troða bullinu í Davíð ofan í kok á sér og skemma þannig eigin orðstír.
Um bloggið
32 dagar til jóla
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 110485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.