Lagaumhverfi heimsviðskipta.

Skattaumhverfi fyrirtækja er örugglega eitt af því sem verður endurskoðað um allan heim í kjölfar þess sem gerst hefur. Sömuleiðis lagaumhverfi fjármálastofnana og alþjóðaviðskipta almennt.

Aukning á alþjóðaviðskiptum verður örugglega töluverð á næstu árum og áratugum. Nauðsynlegt er að slík viðskipti séu greið og gagnsæ. Höft í viðskiptum er afturhvarf til fortíðar sem ekkert okkar vill. Það er hinsvegar regluverk slíkra viðskipta sem verður að breyta og það verður gert.

Hvort sem okkur líkar betur eða ver þá veltur mikið á því núna hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. Við erum öll svo samtengd á jarðakringlunni að gjörðir einnar þjóðar hafa áhrif um allan heim.

Það er auðvitað nauðsynlegt að skoða hvað olli þessum ósköpum, en ég tel að margt sem lesa má hér á blogginu sé afar mikil einföldun á því hvað veldur. Stjórnarskipti nú mundu einungis tefja björgunaraðgerðir og gera illt verra.

Þegar aðeins líður frá og við sjáum betur hverjar framtíðaráætlanir stjórnvalda eru, þá er rétt að skoða málin. Núna er verið að slökkva eldana og það verður að klára, þó öllum líki ekki við slökkviliðið. Uppbyggingastarfið er vart hafið svo við skulum aðeins draga andann.

Fyrir mér eru tvær megin leiðir uppi.

Önnur er sú að draga okkur inn í skel þjóðernishyggju og lifa sem mest á landsins gæðum og því sem framleitt er hér heima, takmarka samskipti við útlönd sem allra mest og ríghalda í okkar verðtryggingu, verðbólgu, sveiflur, vexti og allt sem við þekkjum svo vel. Lífskjör mundu rýrna hér verulega og stöðnun verða viðvarandi á mörgum sviðum.

Hin er að ganga til liðs við ESB og taka upp evru, henda verðtryggingu, hárri verðbólgu, miklum sveiflum, háum vöxtum og efla viðskipti við útlönd enn frekar. Hagsæld mundi aukast hér jafnt og þétt og jöfnuður sömuleiðis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Höfundur

Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir

Höfðagötu 1 531 Hvamms-tanga.

Fædd 1945 og er Húnvetningur í báðar ættir. Fædd steingeit og mikið fyrir að príla eins og geitum er tamt. Á ekki lengur ferðaþjónustuna, en aðrir tóku við keflinu í vor. Í haust fékk fyrirtæki þeirra, Selasigling ehf viðurkennigu frá Ferðamannastofu sem frumlegasta nýjungin í ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra. Ég er stolt og glöð með þessa viðurkenningu, fyrir hönd okkar hjóna og þeirra sem héldu frumkvöðlastafinu áfram. Er núna að hanna og prjóna pils úr lettlopa sem á að selja ferðamönnum. Ég er gift Sævari Jónatanssyni, við eigum 4 börn og 8 barnabörn.

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Grill 036
  • Grill 035
  • Grill 035
  • Kosningar 2033
  • Grill 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband